Innlent

Aftur rukkað fyrir klósettferðir gesta í Hörpu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nú, eins og þá, er gjaldið tekið upp í samhengi við það að Harpa fer í sumarbúning en í ár þurfa gestir að greiða 250 krónur fyrir að nota klósettin, séu þeir ekki gestir á viðburðum eða á veitingastöðum hússins. Þeir nýta sér snyrtingarnar gjaldfrjálst.
Nú, eins og þá, er gjaldið tekið upp í samhengi við það að Harpa fer í sumarbúning en í ár þurfa gestir að greiða 250 krónur fyrir að nota klósettin, séu þeir ekki gestir á viðburðum eða á veitingastöðum hússins. Þeir nýta sér snyrtingarnar gjaldfrjálst. Fréttablaðið/Eyþór
Aftur er byrjað að rukka fyrir klósettferðir gesta í Hörpu en frá þessu er greint í frétt á vef tónlistarhússins.

Það var í fyrsta skipti síðastliðið sumar sem stjórnendur Hörpu brugðu á það ráð að rukka fyrir fyrir aðgengi að salernum hússins.

 

Nú, eins og þá, er gjaldið tekið upp í samhengi við það að Harpa fer í sumarbúning en í ár þurfa gestir að greiða 250 krónur fyrir að nota klósettin, séu þeir ekki gestir á viðburðum eða á veitingastöðum hússins. Þeir gestir nýta sér snyrtingarnar gjaldfrjálst.

 

Á vef Hörpu segir húsið sé einn fjölsóttasti ferðamannastaður borgarinnar. Þangað komi mikill fjöldi erlendra ferðamanna og ekki síst yfir sumartímann. Er klósettgjaldið tekið af snyrtingum á bílakjallarahæðinni til þess að tryggja góða ásýnd hússins og mæta kostnaði.

Yfir sumarið að aðgengi upp á efri hæðir Hörpu stýrt enda dregst hefðbundið viðburðahald saman. Að því er fram kemur á vef Hörpu tryggja skipulagðar skoðunarferðir gestum gott aðgengi með fræðslu um sögu og starfsemi hússins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×