Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2018 12:26 McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. Vísir/AP Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Skipaður verjandi foreldra, sem undir stefnunni „ekkert umburðarlyndi“ voru skilin að frá börnum sínum, segir að skjólstæðingum sínum hafi ekki verið sagt hvar börnin eru niðurkomin. Þrátt fyrir að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt um að börnin færu aftur til foreldra sinna sé skorturinn á upplýsingum algjör. Þetta segir Shane McMahon, verjandi í El Paso, sem gagnrýnir orð Donalds Trump harðlega fyrir að segja að frásagnir af aðskilnaðinum hefðu verið ýktar. Hann býður forsetanum að koma að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að verða vitni að sorginni frá fyrstu hendi. „Þessar frásagnir eru engar ýkjusögur,“ segir McMahon sem segist vita dæmi þess að foreldrar viti ekki hvar börnin, allt niður í fjögurra ára gömul, séu niðurkomin.Fólk hefur hópað sig saman við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó til að mótmæla.vísir/apÍ tilkynningu frá Heimavörnum í Bandaríkjunum segir að þau viti hvar öll börnin eru en það sem taki tíma sé ferlið sem nú sé í gangi sem er fólgið í því að staðfesta, svo ekki verði um villst, að fólkið sem óskar eftir að fá að komast í samband við börnin séu raunverulegir foreldrar eða forráðamenn þeirra. Unnið er að því að koma foreldrum í samband við börnin en ekki er vitað hversu langan tíma allt ferlið mun taka. Í skoðanakönnun sem fréttastofa CBS gerði kemur í ljós að 75% þeirra sem kjósa Demókrataflokkinn telja að yfirvöld eigi að setja ferlið í algjöran forgang en aðeins 23% þeirra sem kjósa Repúblikanaflokkinn eru sama sinnis. Hundruð mótmælenda standa enn við landamærin og hrópa endurtekið „frelsum börnin“.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36 Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Bandarísk yfirvöld segjast hafa skilað 500 börnum Enn eru þó rúmlega 2.000 börn í haldi. 24. júní 2018 09:36
Trump líkir flóttafólki við innrásarher Í dag sagði forsetinn að réttast væri að senda flóttafólk rakleiðis tilbaka án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. 24. júní 2018 23:34
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33