Sungu Ó, Jesú, bróðir besti yfir leiði Viggu gömlu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júní 2018 06:00 Legsteinn Viggu komin á sinn stað. Skólasysturnar Ólöf Eyjólfsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Erla Gerður Högnadóttir, Margrét Steina Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Stella Stephens. Silja Ástþórsdóttir „Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Í ljósaskiptum langrar ævi gekk hún bæ frá bæ eða barst með straumi,“ er letrað aftan á legstein flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur sem afhjúpaður var við Skeiðflatarkirkju daginn fyrir sautjánda júní. Steinninn er afrakstur söfnunar sem Jóna Sigríður Jónsdóttir frá Litla-Hvammi og fimm aðrar brottfluttar vinkonur hennar og skólasystur úr Mýrdal stóðu fyrir til að heiðra minningu Viggu gömlu sem alþekkt var á sinni tíð þar í héraðinu fyrir flökkulíf sitt. Jóna er ánægð með velheppnaða athöfn. Þrátt fyrir að einhverjir hefðu áhyggjur af því að tímasetningin, í miðjum leik Íslands við Argentínu á HM í fótbolta, myndi draga úr aðsókninni, mættu um sextíu manns í Skeiðflatarkirkju. „Það var mjög góð stemming og sólin skein á okkur,“ segir Jóna. Einn þeirra sem viðstaddir voru athöfnina er Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Hann segist að jafnvel þótt hann hafi aldrei hittu Viggu gömlu hafi honum þótt vænt um þessa sérstöku förukonu. „Tengdafaðir minn, Einar bóndi í Kaldrananesi, talaði hlýlega um hana og hún var velkomin alls staðar á ferðum sínum, enda lagði hún ekki fyrir sig að bera sögur á milli bæja, eins og sumir förumenn gerðu,“ segir Sigurður. Séra Haraldur Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, stýrði athöfninni og þrjár konur úr söfnunarhópnum fluttu ávörp. Inni í kirkjunni var sungið „Blessuð sértu sveitin mín“ en hjá legsteini Viggu gömlu söng hópurinn „Ó, Jesú, bróðir besti“.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00 Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn. 14. júní 2018 06:00
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Flökkukonan Vigdís Ingvadóttir úr Mýrdal fær loks legstein rúmum sextíu árum eftir andlátið. Steinn verður afhjúpaður við athöfn í Skeiðflatarkirkjugarði á laugardag. Aðalsprautan í málinu vonast eftir góðri aðsókn þótt athöfnin sé í miðjum HM-leik Íslands og Argentínu. 11. júní 2018 06:00