Fækkar í Þjóðkirkjunni Höskuldur Kári Schram skrifar 16. október 2018 18:30 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju Mynd/Anton Brink Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sífellt færri kjósa að skrá sig í Þjóðkirkjuna samkvæmt tölum sem Þjóðskrá Íslands birti í gær. Skráðum einstaklingum fækkaði um tvö þúsund á síðasta ári eða um eitt prósent. Frá aldamótum hefur hlutfallið farið úr tæpum 90 prósentum niður í 65 prósent. Tólf þúsund færri eru skráðir í Þjóðkirkjuna nú en árið 1999. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segir að þetta endurspegli þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa átt sér stað á undanförnum árum. „Auðvitað er það áhyggjuefni að það fækki um eitt prósentustig á ári í Þjóðkirkjunni. Þá eigum við ekki nema 65 ár eftir þangað til við hverfum. Auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af því. Hitt er annað mál að þetta er ekki einsdæmi hér á Íslandi. Þetta er þróun sem er eiga sér stað í öllum löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Davíð Þór. Davíð segir að Þjóðkirkjan hafi á köflum þurft að þola ósanngjarna gagnrýni og þá hafi trúariðkun fólks einnig tekið breytingum. Kirkjan hafi þó enn mikilvægu hlutverki að gegna og að hún taki á móti öllum, líka þeim sem ekki eru skráðir. „Það sem að ég er að verða var við er að ásókn fólks í þjónustu Þjóðkirkjunnar er ekki að minnka. Í skírnir, í brúðkaup, útfarir og í sálgæslu hjá presti. Það sem er að aukast hins vegar í síauknum mæli er að fólk kemur til þessara stunda, í þessi viðtöl eða í undirbúning þessara athafna og afsakar sig með því að segja að það sé nú reyndar ekki í þjóðkirkjunni,“ segir Davíð.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira