Vilhjálmur H. Vilhjálmsson talsmaður Tekna punktur is Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2018 10:17 Vilhjálmur var kallaður til eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins. Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hinn mjög svo umdeildi vefur tekjur.is, hvar fletta má upp launa- og fjármagnstekjum einstaklinga á Íslandi ársins 2016, hefur þegar valdið nokkrum usla. Nú liggur fyrir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hinn kunni lögmaður sem meðal annars hefur látið til sín taka í meiðyrðamálum, muni verja vefinn og svara fyrir hann.Vísir greindi frá því í gær að Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hafi í hádeginu í gær gert kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. Þá hefur Björgvin Guðmundsson, almannatengill hjá KOM og fyrrverandi formaður Heimdallar, kært tiltækið til Persónuverndar. Á móti kemur að verkalýðshreyfingin hefur fagnað þessu. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, hefur lýst því yfir að í þessum gögnum komi fram sú misskipting og það „óréttlæti sem þrífst í íslensku samfélagi og því gríðarlega mikilvægt að þessum vef verði ekki lokað.“ Í sama streng tekur Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sem nú er í framboði til forseta ASÍ, sem segir að í leyndinni hvíli misréttið. „Ég hef aldrei skilið af hverju tekjur eiga að vera leyndamál og fagna þessu frumkvæði.“ Þannig hefur vefurinn óvænt orðið einskonar birtingarmynd skoðanaágreinings milli verkalýðshreyfingarinnar og svo þeirra sem aðhyllast frjálshyggju. Ákvörðun um að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson yrði sérlegur talsmaður tekjur.is og myndi annast lagaleg atriði var tekin eftir að fyrir lá að látið yrði reyna á lögmæti vefsíðunnar hjá þar til bærum stofnunum. Samkvæmt tekjur.is var Vilhjálmur með 938.458 krónur í mánaðartekjur árið 2016 en engar fjármagnstekjur.Uppfært klukkan 14 Í fyrirsögn sagði áður að Vilhjálmur væri verjandi Tekna.is. Nákvæmara er að segja að hann sé talsmaður fyrirtækisins.
Viðskipti Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03 Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Verkalýðshreyfingin fagnar tekjuvefnum Vilhjálmur Birgisson segir vefinn gríðarlega mikilvægan meðan frjálshyggjumenn vilja fá honum lokað. 15. október 2018 12:03
Krefst lögbanns á Tekjur.is Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur og formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, gerði í hádeginu kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is. 15. október 2018 13:30