Ásta slær í gegn í Vild med dans í Danmörku: Hætti að taka lestina út af athyglinni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2018 10:30 Ásta Björk og Simon Stenspil þykja sigurstrangleg. myndir/instagram. „Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“ Dans Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“
Dans Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“