Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2018 22:00 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur við bæjarrústirnar á Mýrdalssandi. Hér afhjúpast eyðingarmáttur Kötlu, sem sést í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00