Kawhi Leonard til Raptors í skiptum fyrir DeRozan Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 08:00 San Antonio bíður DeRozan vísir/getty Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Stærstu leikmannaskipti sumarsins í NBA körfuboltanum hafa verið staðfest þar sem San Antonio Spurs og Toronto Raptors hafa tilkynnt um skiptin. Ofurstjarnan Kawhi Leonard og Danny Green yfirgefa San Antonio og fær liðið Demar DeRozan og Jakob Poeltl í þeirra stað frá Toronto Raptors en síðarnefnda liðið fær einnig valrétt frá Spurs. Vart þarf að fara mörgum orðum um ágæti þeirra Leonard og DeRozan enda um tvær af skærustu stjörnum deildarinnar að ræða. Danny Green yfirgefur nú Spurs eftir átta ára veru en þessi 31 árs gamli skotbakvörður var einn af byrjunarliðsmönnum liðsins þegar það fór alla leið og vann deildina árið 2014. Jakob Poeltl er austurrískur miðherji og er fyrsti Austuríkismaðurinn til að leika í NBA deildinni. Hann er 213 sentimetra hár og hefur leikið tvö tímabil í NBA en hann skilaði 6,9 stigum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð án þess að hafa byrjað leik. Kawhi kvaddurpic.twitter.com/b5NxE0Q4YY— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Velkominn DeRozanWelcome to San Antonio, DeMar! pic.twitter.com/kpjhqYigvf— San Antonio Spurs (@spurs) July 18, 2018 Umdeild skiptiKawhi Leonard kom lítið við sögu á síðustu leiktíðvísir/gettyÓhætt er að segja að skiptin hafi vakið mikið umtal í körfuboltasamfélaginu vestanhafs þar sem mörgum þykja þetta kaldar kveðjur frá Raptors til DeRozan en hann hefur borið liðið uppi síðan hann var valinn númer níu í nýliðavalinu sumarið 2009. Hann hefur sýnt félaginu mikla hollustu á undanförnum árum og hefur ekki farið leynt með vilja sinn um að leika með Raptors allan sinn feril. Var hann því í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins sem eru margir hverjir bálreiðir með þessi skipti. Ljóst er að Raptors er þar fyrir utan að taka mikla áhættu þar sem Leonard á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og gæti þá farið frítt næsta sumar á meðan DeRozan á þrjú ár eftir af sínum samningi. Raptors vonast til að ná að nýta næstu leiktíð til að sannfæra Leonard um ágæti félagsins. Leonard hefur ekki farið leynt með að hann vilji flytjast til Los Angeles og þá helst til að spila með LeBron James hjá Lakers. Síðasta tímabil Leonard var hins vegar afar dapurt og lék hann aðeins níu leiki vegna meiðsla sem þóttu umdeild og voru sögusagnir á kreiki um að hann vildi hreinlega ekki spila fyrir Spurs..@DeMar_DeRozan said this less than two weeks ago in reference to re-signing with the @Raptors in 2016.NBA life comes at you fast. pic.twitter.com/So3dzigPJW— ThePostGame (@ThePostGame) July 18, 2018
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira