Erlent

Friðardúfan flaug til Erítreu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gleðin við völd.
Gleðin við völd. Vísir/AFP
Fyrsta farþegaflug á milli Eþíópíu og Erítreu í tuttugu ár var farið í gær. Flugfélagið Ethiopian Airlines flaug þá til Erítreu og líkti flugvélinni við „friðardúfu“. Í samtali við BBC sagðist flugmaðurinn, Yosef Hailu, „í skýjunum“ yfir þessu öllu saman.

Allt frá því Abiy Ahmed varð forsætisráðherra Eþíópíu í apríl hefur hann einbeitt sér að því að koma á raunverulegum og varanlegum friði á milli ríkjanna. Ríkin áttu í tveggja ára löngu stríði frá 1998 til 2000 sem kostaði allt að hundrað þúsund lífið.

En friður fylgdi ekki í stríðslok heldur áttu ríkin í hörðum landamæradeilum allt fram að 9. júlí síðastliðnum. Fyrrverandi forsætisráðherra Eþíópíu líkti þessu flugi við „töfrastund“ fyrir ríkin tvö.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×