Yahoo fær milljarða sekt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. apríl 2018 23:44 Netrisinn Yahoo hefur verið sektaður fyrir að upplýsa fjárfesta sína ekki um tölvuárás og upplýsingaleka árið 2014. Vísir/Getty Netrisinn Yahoo hefur verið sektaður um 35 milljónir dollara, eða um 3,5 milljarða íslenskra króna, fyrir að upplýsa fjárfesta sína ekki um tölvuárás og upplýsingaleka árið 2014. Eignarhaldsfélagið Altaba er skráð fyrir fyrirtækinu Yahoo í dag og mun þurfa að borga sektina að sögn bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar. Tölvuþrjótar tengdir rússneskum stjórnvöldum brutust inn í fyrirtækið árið 2014 en samkvæmt frétt Business Insider fengu fjárfestar ekki að vita af árásinni fyrr en á síðasta ári, þegar Verizon keypti Yahoo. Stjórnendur innan fyrirtækisins vissu af tölvuárásinni en íhuguðu ekki að tilkynna fjárfestum sínum málið, samkvæmt bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnuninni. Í árásinni náðu tölvuþrjótarnir gögnum um notendanöfn, tölvupósta og fleiri mikilvægum upplýsingum frá meira en 500 milljón notendum Yahoo. Fyrirtækið er sektað fyrir að hafa blekkt fjárfesta sína í kringum gagnalekann.Yahoo viðurkenndi á síðasta ári að árið 2013 hefðu tölvuþrjótar náð upplýsingum frá þremur milljörðum notenda í annarri tölvuárás. Tengdar fréttir Þrír milljarðar Yahoo-notenda urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum Áður hafði fyrirtækið sagt að gögnum um einn milljarð notenda hefði verið stolið í tölvuinnbroti árið 2013. 3. október 2017 23:05 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Netrisinn Yahoo hefur verið sektaður um 35 milljónir dollara, eða um 3,5 milljarða íslenskra króna, fyrir að upplýsa fjárfesta sína ekki um tölvuárás og upplýsingaleka árið 2014. Eignarhaldsfélagið Altaba er skráð fyrir fyrirtækinu Yahoo í dag og mun þurfa að borga sektina að sögn bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnunarinnar. Tölvuþrjótar tengdir rússneskum stjórnvöldum brutust inn í fyrirtækið árið 2014 en samkvæmt frétt Business Insider fengu fjárfestar ekki að vita af árásinni fyrr en á síðasta ári, þegar Verizon keypti Yahoo. Stjórnendur innan fyrirtækisins vissu af tölvuárásinni en íhuguðu ekki að tilkynna fjárfestum sínum málið, samkvæmt bandarísku verðbréfaeftirlitsstofnuninni. Í árásinni náðu tölvuþrjótarnir gögnum um notendanöfn, tölvupósta og fleiri mikilvægum upplýsingum frá meira en 500 milljón notendum Yahoo. Fyrirtækið er sektað fyrir að hafa blekkt fjárfesta sína í kringum gagnalekann.Yahoo viðurkenndi á síðasta ári að árið 2013 hefðu tölvuþrjótar náð upplýsingum frá þremur milljörðum notenda í annarri tölvuárás.
Tengdar fréttir Þrír milljarðar Yahoo-notenda urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum Áður hafði fyrirtækið sagt að gögnum um einn milljarð notenda hefði verið stolið í tölvuinnbroti árið 2013. 3. október 2017 23:05 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þrír milljarðar Yahoo-notenda urðu fyrir barðinu á tölvuþrjótum Áður hafði fyrirtækið sagt að gögnum um einn milljarð notenda hefði verið stolið í tölvuinnbroti árið 2013. 3. október 2017 23:05