Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 16:00 Kosið verður um hundruð þingsæta og embætta í kosningum í Bandaríkjunum í dag. Vísir/EPA Þrátt fyrir að kosningaspár bendi eindregið til þess að stóru flokkarnir tveir deili með sér völdum á Bandaríkjaþingi eftir þingkosningarnar þar í dag geta úrslitin enn orðið óvænt. Íslenskur stærðfræðingur segir að eins og líkur flokkanna séu metnar nú á kjördag geti kerfisbundin skekkja í könnunum enn breytt úrslitunum. Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og fjölda embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Spálíkön sem byggja á skoðanakönnunum, úrslitum fyrri kosninga, fjáröflunar flokkanna og fleiri þáttum hafa sýnt nær óbreytta mynd síðustu vikur. Kosningaspár vöktu fyrst verulega athygli í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2012 þar sem Barack Obama barðist fyrir endurkjöri gegn Mitt Romney, frambjóðanda repúblikana. Þá töldu stjórnmálaskýrendur of mjótt á mununum til að hægt væri að spá fyrir um hver stæði uppi sem sigurvegari. Spálíkan Five Thirty Eight, hugarfóstur bandaríska tölfræðingsins Nate Silver, spáði Obama hins vegar allan tímann nokkuð öruggum sigri. Í kosningaspá Five Thirty Eight eins og hún stendur nú á kjördag eru demókratar taldir hafa líkurnar sex á móti sjö (88%) að vinna meirihluta í fulltrúadeildinni og repúblikanar litlu minni líkur á sigri í öldungadeildinni. Þrátt fyrir að líkurnar virðist afgerandi hefur Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, lagt áherslu á þær þýði ekki enginn vafi leiki á úrslitunum. Silver er að líkindum minnugur þess að margir töldu að skoðanakannanir hefðu brugðist í forsetakosningunum árið 2016 þegar Donald Trump hafði sigur þrátt fyrir að kannanir hefðu bent til sigurs Hillary Clinton. Þær raddir hafa heyrt að kannanir og kosningaspár séu jafnvel marklausar. Baldur Héðinsson, stærðfræðingur sem hefur unnið kosningaspár fyrir kosningar á Íslandi, segir að bakslagið gegn skoðanakönnunum hafi gengið of langt. „Mér finnst ágætt að hugsa um þetta eins og ef maður væri að fara að veðja á hlutina. Hversu öruggur er maður með að leggja pening á hlutina? Þeim mun hærri sem líkurnar verða, þeim mun öruggari verður maður en maður verður náttúruleg alltaf að vera undir það búinn að Leicester getur unnið úrvalsdeildina,“ segir Baldur og vísar til gríðarlega ólíklegs sigurs enska knattspyrnuliðsins fyrir tveimur árum.Tilhneigin til þess að námunda upp Hvaða þýða þá líkurnar sem kosningaspár gefa um úrslit kosninga? Baldur segir að til að einfalda hlutina líti hann svo á að helmingslíkur séu á bilinu 50-60%. Málið vandast hins vegar þegar komið er upp fyrir þær líkur. Nate Silver hefur varað við því að þegar líkur eru taldar í kringum 80% hafi leikmenn tilhneigingu til þess að námunda þær upp og telja niðurstöðuna öruggari en hún er raunverulega. Baldur tekur í svipaðan streng. Þegar líkurnar séu á bilinu 60-90% geti ýmislegt gerst. Eins og staðan er í kosningaspám fyrir bandarísku kosningarnar nú séu úrslitin alls ekki vís. Kerfisbundin skekkja í könnunum gæti breytt úrslitunum þrátt fyrir að þær bendi til þess að líkur demókrata og repúblikana séu góðar, hvorra í sinni deildinni. „Maður verður að passa sig að sofa ekki á verðinum fyrr en þetta er komið í níutíu plús. Þegar líkurnar eru á milli sextíu og níutíu verður maður að vera undirbúinn fyrir það að eitthvað óvænt geti gerst,“ segir Baldur um líkurnar. Þjáist skoðanakannanir af kerfislægri skekkju nú geti kosninganóttin í Bandaríkjunum orðið spennandi.Baldur Héðinsson hefur unnið kosningaspár á Íslandi sem svipar til þeirra sem Five Thirty Eight gerir í Bandaríkjunum.Þingkosningarnar betri til að meta gæði líkananna Spálíkan Five Thirty Eight gaf Trump meiri líkur á sigri en flest önnur árið 2016, um 30% líkur. Það hefur því ekki sloppið við gagnrýni um meinta óáreiðanleika kannana og líkana. Baldur segir hins vegar að forsetakosningar séu ekki góðar til að meta hversu áreiðanleg kosningaspálíkön séu þar sem aðeins ein mæling er í boði sem ekki er hægt að bera saman við aðrar. Þingkosningarnar nú þar sem kosið er um á fimmta hundrað sæta í fulltrúadeildinni einni gefa hins vegar betra tækifæri til þess að meta hversu vel líkönin lýsa líkunum. Baldur segir að þegar farið verður yfir úrslitin og þau borin saman við spálíkönin vilji menn að þau hafi rétt fyrir sér í samræmi við líkurnar. Í þeim kjördæmum þar sem öðrum flokknum voru gefnar líkur á bilinu 60-80% á sigri vilji menn að líkanið hafi rétt fyrir sér í 60-80% tilfella en rangt í 20-40% tilfella. Ef ekki er samræmi þar á milli eru líkur á að líkanið sé ekki rétt stillt. „Það er það sem maður er að reyna að miða við, að ná utan um hver líkindin eru. Ef við myndum til dæmis taka alla frambjóðendur sem líkanið metur með á milli 60-80% líkur á að ná kjöri og þeir ná allir kjöri þá náði líkanið ekki rétt utan um óvissuna. Þá hefði líkanið átt að segja að það væru 95% líkur plús fyrir þennan hóp en ekki á bilinu 60-80,“ segir Baldur. Þannig segir hann að til hafi verið líkön sem gáfu Hillary Clinton allt að 99% líkur á sigri í kosningunum fyrir tveimur árum. Úrslit kosninganna þá hafi í raun sýnt fram á að líkönin hafi ekki verið rétt stillt. „Það skiptir öllu máli hvernig líkanið er smíðað,“ segir Baldur. Bandaríkin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þrátt fyrir að kosningaspár bendi eindregið til þess að stóru flokkarnir tveir deili með sér völdum á Bandaríkjaþingi eftir þingkosningarnar þar í dag geta úrslitin enn orðið óvænt. Íslenskur stærðfræðingur segir að eins og líkur flokkanna séu metnar nú á kjördag geti kerfisbundin skekkja í könnunum enn breytt úrslitunum. Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og fjölda embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Spálíkön sem byggja á skoðanakönnunum, úrslitum fyrri kosninga, fjáröflunar flokkanna og fleiri þáttum hafa sýnt nær óbreytta mynd síðustu vikur. Kosningaspár vöktu fyrst verulega athygli í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2012 þar sem Barack Obama barðist fyrir endurkjöri gegn Mitt Romney, frambjóðanda repúblikana. Þá töldu stjórnmálaskýrendur of mjótt á mununum til að hægt væri að spá fyrir um hver stæði uppi sem sigurvegari. Spálíkan Five Thirty Eight, hugarfóstur bandaríska tölfræðingsins Nate Silver, spáði Obama hins vegar allan tímann nokkuð öruggum sigri. Í kosningaspá Five Thirty Eight eins og hún stendur nú á kjördag eru demókratar taldir hafa líkurnar sex á móti sjö (88%) að vinna meirihluta í fulltrúadeildinni og repúblikanar litlu minni líkur á sigri í öldungadeildinni. Þrátt fyrir að líkurnar virðist afgerandi hefur Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, lagt áherslu á þær þýði ekki enginn vafi leiki á úrslitunum. Silver er að líkindum minnugur þess að margir töldu að skoðanakannanir hefðu brugðist í forsetakosningunum árið 2016 þegar Donald Trump hafði sigur þrátt fyrir að kannanir hefðu bent til sigurs Hillary Clinton. Þær raddir hafa heyrt að kannanir og kosningaspár séu jafnvel marklausar. Baldur Héðinsson, stærðfræðingur sem hefur unnið kosningaspár fyrir kosningar á Íslandi, segir að bakslagið gegn skoðanakönnunum hafi gengið of langt. „Mér finnst ágætt að hugsa um þetta eins og ef maður væri að fara að veðja á hlutina. Hversu öruggur er maður með að leggja pening á hlutina? Þeim mun hærri sem líkurnar verða, þeim mun öruggari verður maður en maður verður náttúruleg alltaf að vera undir það búinn að Leicester getur unnið úrvalsdeildina,“ segir Baldur og vísar til gríðarlega ólíklegs sigurs enska knattspyrnuliðsins fyrir tveimur árum.Tilhneigin til þess að námunda upp Hvaða þýða þá líkurnar sem kosningaspár gefa um úrslit kosninga? Baldur segir að til að einfalda hlutina líti hann svo á að helmingslíkur séu á bilinu 50-60%. Málið vandast hins vegar þegar komið er upp fyrir þær líkur. Nate Silver hefur varað við því að þegar líkur eru taldar í kringum 80% hafi leikmenn tilhneigingu til þess að námunda þær upp og telja niðurstöðuna öruggari en hún er raunverulega. Baldur tekur í svipaðan streng. Þegar líkurnar séu á bilinu 60-90% geti ýmislegt gerst. Eins og staðan er í kosningaspám fyrir bandarísku kosningarnar nú séu úrslitin alls ekki vís. Kerfisbundin skekkja í könnunum gæti breytt úrslitunum þrátt fyrir að þær bendi til þess að líkur demókrata og repúblikana séu góðar, hvorra í sinni deildinni. „Maður verður að passa sig að sofa ekki á verðinum fyrr en þetta er komið í níutíu plús. Þegar líkurnar eru á milli sextíu og níutíu verður maður að vera undirbúinn fyrir það að eitthvað óvænt geti gerst,“ segir Baldur um líkurnar. Þjáist skoðanakannanir af kerfislægri skekkju nú geti kosninganóttin í Bandaríkjunum orðið spennandi.Baldur Héðinsson hefur unnið kosningaspár á Íslandi sem svipar til þeirra sem Five Thirty Eight gerir í Bandaríkjunum.Þingkosningarnar betri til að meta gæði líkananna Spálíkan Five Thirty Eight gaf Trump meiri líkur á sigri en flest önnur árið 2016, um 30% líkur. Það hefur því ekki sloppið við gagnrýni um meinta óáreiðanleika kannana og líkana. Baldur segir hins vegar að forsetakosningar séu ekki góðar til að meta hversu áreiðanleg kosningaspálíkön séu þar sem aðeins ein mæling er í boði sem ekki er hægt að bera saman við aðrar. Þingkosningarnar nú þar sem kosið er um á fimmta hundrað sæta í fulltrúadeildinni einni gefa hins vegar betra tækifæri til þess að meta hversu vel líkönin lýsa líkunum. Baldur segir að þegar farið verður yfir úrslitin og þau borin saman við spálíkönin vilji menn að þau hafi rétt fyrir sér í samræmi við líkurnar. Í þeim kjördæmum þar sem öðrum flokknum voru gefnar líkur á bilinu 60-80% á sigri vilji menn að líkanið hafi rétt fyrir sér í 60-80% tilfella en rangt í 20-40% tilfella. Ef ekki er samræmi þar á milli eru líkur á að líkanið sé ekki rétt stillt. „Það er það sem maður er að reyna að miða við, að ná utan um hver líkindin eru. Ef við myndum til dæmis taka alla frambjóðendur sem líkanið metur með á milli 60-80% líkur á að ná kjöri og þeir ná allir kjöri þá náði líkanið ekki rétt utan um óvissuna. Þá hefði líkanið átt að segja að það væru 95% líkur plús fyrir þennan hóp en ekki á bilinu 60-80,“ segir Baldur. Þannig segir hann að til hafi verið líkön sem gáfu Hillary Clinton allt að 99% líkur á sigri í kosningunum fyrir tveimur árum. Úrslit kosninganna þá hafi í raun sýnt fram á að líkönin hafi ekki verið rétt stillt. „Það skiptir öllu máli hvernig líkanið er smíðað,“ segir Baldur.
Bandaríkin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira