„Mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 10:30 Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn. Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti. „Ég var svo þreyttur eftir langt ferðalag og hafði aldrei fengið almennilegar upplýsingar um Ísland,“ segir Hasim um komuna til landsins.Vaknaði í Þorlákshöfn „Ég sofnaði í flugstöðinni í Keflavík og vaknaði Þorlákshöfn. Þá brá mér, ég hélt að þetta væri Ísland. Það var hrikalegt og þá leið mér mjög illa,“ segir Hasim sem var vanur miklum hávaða og rosalega mikið af fólki. Þarna sá hann lítið þorp og bara fjöll.Hasim sem smábarn á Indlandi.„Það var mikið sjokk og ég hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera hérna.“ „Hann skilur ekki málið, borðar með höndunum og kemur úr allt öðru vísi umhverfi, aldrei séð snjó og þetta er allt saman alveg rosalega nýtt fyrir honum. Það má segja að hann fái menningarsjokk,“ segir Þóra Kristín. Honum leið ágætlega til að byrja með og var komið ágætlega fram við hann þar til að: „Það var rosalega mikill misskilningur milli mín og fjölskyldunnar. Ég vildi kannski segja eitthvað og þau tóku öðruvísi í það, og öfugt. Litlu vandamálin safnast síðan upp í stóran píramída og svo springur allt,“ segir Hasim.Spilaborg sem hrynur „Þarna er fjölskylda úti á landi sem tekur á móti barni sem er búið að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar og það er enginn hjálp eða neitt stoðkerfi til staðar á þessum tíma til að mæta þessu. Það er enginn sem grípur inn í og hjálpar þegar hlutirnir byrja að fara úrskeiðis. Þetta verður því spilaborg sem hrynur,“ segir Þóra.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Hasim.Hasim var í Þorlákshöfn í rúmt ár og síðan var honum skilað. „Þá fer ég til fjölskyldu frá Pakistan í Reykjavík og það gekk ekki heldur upp,“ segir Hasim. „Hann hrekkst í raun og veru milli í fósturkerfinu vegna þess að það er enginn fjölskylda tilbúin að taka við honum alveg fast. Kennarar hans í Þorlákshöfn höfðu áhyggjur af því að hann yrði sendur aftur til Indlands, þau upplifðu það þannig og vildu koma í veg fyrir það með því að taka hann inn á sitt heimili, sem þau gerðu og það hjálpaði til. Þetta fór semsagt í algjört uppnám. Hasim kemur til Íslands og upplifir gríðarleg vonbrigði hjá fósturfjölskyldunni. Hann hefur ekki tungumálið, ekki tækið til þess að vita hvað er á ferðinni. Hann verður ofsalega varnarlaus í öllu þessu ferli,“ segir Þóra Kristín. Í kjölfarið varð Hasim í raun götustrákur í Reykjavík og lýsir hann þeirri reynslu erfiðari en að vera í sömu stöðu í Kalkútta. „Þar var þetta eðlilegt. Fullt af fólki að betla og fullt af fólki átti ekki föt. Þegar maður er kominn í öruggt land og þetta gengur ekki upp, það er mjög sárt. Ég er mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig. Þegar ég flyt frá Indlandi til Þorlákshafnar þá hélt ég bara að þessi kafli væri búinn.“ Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því gærkvöldi. Tengdar fréttir Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hann var sendur frá Delí til Kalkútta með lest aðeins sex ára gamall þar sem hann var einn á götunni í mörg ár. Þá var hann ættleiddur af hjónum í Þorlákshöfn. Ári eftir var honum skilað sem er í fyrsta og eina skiptið sem það hefur gerst hér á landi. Hasim Ægir Khan á í dag konu og fjögur börn, líður vel en segir þó að hann muni aldrei jafna sig á erfiðri æsku sinni. Rætt var við hann og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, rithöfund, sem skrifaði bókina Hasim sem fjallar um sögu mannsins sem fékk hvergi inn. Árið 1993 kom Hasim til Íslands og hafði þá gengið í gegnum hreint helvíti. „Ég var svo þreyttur eftir langt ferðalag og hafði aldrei fengið almennilegar upplýsingar um Ísland,“ segir Hasim um komuna til landsins.Vaknaði í Þorlákshöfn „Ég sofnaði í flugstöðinni í Keflavík og vaknaði Þorlákshöfn. Þá brá mér, ég hélt að þetta væri Ísland. Það var hrikalegt og þá leið mér mjög illa,“ segir Hasim sem var vanur miklum hávaða og rosalega mikið af fólki. Þarna sá hann lítið þorp og bara fjöll.Hasim sem smábarn á Indlandi.„Það var mikið sjokk og ég hugsaði hvað ég væri eiginlega að gera hérna.“ „Hann skilur ekki málið, borðar með höndunum og kemur úr allt öðru vísi umhverfi, aldrei séð snjó og þetta er allt saman alveg rosalega nýtt fyrir honum. Það má segja að hann fái menningarsjokk,“ segir Þóra Kristín. Honum leið ágætlega til að byrja með og var komið ágætlega fram við hann þar til að: „Það var rosalega mikill misskilningur milli mín og fjölskyldunnar. Ég vildi kannski segja eitthvað og þau tóku öðruvísi í það, og öfugt. Litlu vandamálin safnast síðan upp í stóran píramída og svo springur allt,“ segir Hasim.Spilaborg sem hrynur „Þarna er fjölskylda úti á landi sem tekur á móti barni sem er búið að ganga í gegnum ótrúlegar hremmingar og það er enginn hjálp eða neitt stoðkerfi til staðar á þessum tíma til að mæta þessu. Það er enginn sem grípur inn í og hjálpar þegar hlutirnir byrja að fara úrskeiðis. Þetta verður því spilaborg sem hrynur,“ segir Þóra.Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er höfundur bókarinnar Hasim.Hasim var í Þorlákshöfn í rúmt ár og síðan var honum skilað. „Þá fer ég til fjölskyldu frá Pakistan í Reykjavík og það gekk ekki heldur upp,“ segir Hasim. „Hann hrekkst í raun og veru milli í fósturkerfinu vegna þess að það er enginn fjölskylda tilbúin að taka við honum alveg fast. Kennarar hans í Þorlákshöfn höfðu áhyggjur af því að hann yrði sendur aftur til Indlands, þau upplifðu það þannig og vildu koma í veg fyrir það með því að taka hann inn á sitt heimili, sem þau gerðu og það hjálpaði til. Þetta fór semsagt í algjört uppnám. Hasim kemur til Íslands og upplifir gríðarleg vonbrigði hjá fósturfjölskyldunni. Hann hefur ekki tungumálið, ekki tækið til þess að vita hvað er á ferðinni. Hann verður ofsalega varnarlaus í öllu þessu ferli,“ segir Þóra Kristín. Í kjölfarið varð Hasim í raun götustrákur í Reykjavík og lýsir hann þeirri reynslu erfiðari en að vera í sömu stöðu í Kalkútta. „Þar var þetta eðlilegt. Fullt af fólki að betla og fullt af fólki átti ekki föt. Þegar maður er kominn í öruggt land og þetta gengur ekki upp, það er mjög sárt. Ég er mjög sár yfir öllu sem er búið að gerast í kringum mig. Þegar ég flyt frá Indlandi til Þorlákshafnar þá hélt ég bara að þessi kafli væri búinn.“ Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því gærkvöldi.
Tengdar fréttir Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Götustrákur í Reykjavík Árið 1993 kom Hasim Ægir Khan til Íslands frá munaðarleysingjaheimili í Kalkútta á Indlandi. Hann var um tólf ára gamall og áfangastaðurinn var Þorlákshöfn þar sem beið hans nýtt heimili. 3. nóvember 2018 07:00