Innlent

Fjöldi bílaleiga og gististaða tvöfaldast

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjölgun bílaleiga og gististaða hefur fylgt fjölgun ferðamanna hér á landi.
Fjölgun bílaleiga og gististaða hefur fylgt fjölgun ferðamanna hér á landi. vísir/hanna
Fjöldi bílaleiga sem eru í rekstri hér á landi hefur ríflega tvöfaldast frá hruni. Skuldir þeirra nema nú tæpum 49 milljörðum króna en heildareignir eru metnar á rúmar 53,6 milljarða. Þar af eru skammtímaskuldir um 36 prósent.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Píratans Smára McCarthy. Þar kemur fram að árið 2006 hafi verið sjötíu bílaleigur hér á landi en þær séu nú hundrað fleiri.

Í sama svari kemur fram að árið 2006 hafi skráðir gististaðir hér á landi verið 409 en voru í fyrra rúmlega tvöfalt fleiri. Skuldir þeirra nemi nú tæpum 86 milljörðum og hafa þær fjórfaldast frá 2006. Heildareignir hafa á sama tíma nær sexfaldast og eru nú rúmir 125 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×