Hraunið braust út í síðustu viku í um 60 kílómetra fjarlægð frá toppi fjallsins. vísindamenn segja að hraunið við topp fjallsins hafi nú sigið verulega og óttast hvað gerist þegar það mætir grunnvatni, eins og þeir telja að geti gerst á næstu vikum.
Það gæti leitt til mikilla gufusprenginga sem dreift gætu allt að tíu tonna hnullungum um nærliggjandi svæði.
Vísindamenn sögðu blaðamönnum að öskuský gæti dreifst allt að 30 kílómetra.
Enginn býr í hlíðum fjallsins og í nánustu grennd við það en svæðinu hefur verið lokað vegna hættunnar af sprengingum. Einnig stendur yfir brottflutningur hættulegra efna frá nærliggjandi orkuveri en íbúar hafa lengi kvartað yfir mögulegri ógn af orkuverinu og nálægðar þess við eldfjallið.