Hvað er listmeðferð? Eva Eðvarðsdóttir skrifar 10. maí 2018 10:30 Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Grein þessi varðar notkun á hugtakinu „Listmeðferð og músíkmeðferð“. Mikill er máttur listanna og það hafa menn vitað frá örófi alda. Listir hafa verið notaðar í margs konar tilgangi í fagurlistum, arkitektúr, hönnun, kennslu, til tjáningar, styrkingar og gleði. Að gefnu tilefni er þörf á að skerpa á notkun hugtaksins „meðferð“ frá sjónarhóli list- og músíkmeðferðarfræðinga, ekki síst m.t.t. öryggis og virðingu fyrir sjúklingum og skjólstæðingum. Félag músíkmeðferðarfræðinga (stofnað 1997) og Félag listmeðferðarfræðinga (stofnað 1998) eru fagfélög einstaklinga hér á landi sem hafa menntað sig sem músík- eða listmeðferðarfræðinga (Music Therapist/Art Therapist). List- og músíkmeðferðarfræðingar hafa lokið meistaragráðu eða sambærilegri menntun frá viðurkenndum skólum á þessu sviði. Menntunin er á háskólastigi og samanstendur hún af kenningum um listsköpun, sálfræðikenningum, geðfræði, reynslu af listsköpun og starfsþjálfun undir handleiðslu reynds listmeðferðarfræðings, sálfræðings eða geðlæknis. Á meðan á námi stendur er lögð áhersla á að nemendur sæki sér persónulega meðferð. Menntun í list og músíkmeðferð er ekki í boði á Íslandi sem stendur.Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur.Síðan um aldamót hafa fagfélögin tvö óskað eftir löggildingu. Félagsmenn vinna með viðkvæma einstaklinga, oft í flókinni tilfinningavinnu. Það krefst þess að viðkomandi hafi þekkingu á listforminu, eigin tilfinningalífi, meðferðarsambandinu, meðferðarkenningum og kunni að beita listrænni tjáningu sem verkfæri til að meðferðin gagnist einstaklingnum. Löggilding faggreinanna er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi sjúklinga. Með þessu má koma í veg fyrir að þeir sem ekki hafa lokið námi í viðeigandi meðferðarfræðum valdi skaða vegna vanþekkingar sinnar. Í haust verður norræn ráðstefna haldin á Hótel Örk í Hveragerði þar sem menntaðir meðferðafræðingar í skapandi listum flytja erindi og halda vinnustofur. Ein af frumkvöðlum listmeðferðar og stofnendum þessarar ráðstefnu er Sigríður Björnsdóttir sem lengi starfaði á barnadeild Landspítalans. Fyrsta ráðstefnan var haldin á Íslandi árið 1975 en hefur síðan verið haldin annað hvert ár í hverju Norðurlandanna. Frá 2014 hefur ráðstefnan verið haldin í samvinnu við músíkmeðferðarfræðinga og leiklistarmeðferðarfræðinga og verður það gert að þessu sinni líka. Fyrirlesarar og þeir sem halda vinnustofur koma frá ýmsum löndum og er leitast við að fjalla um það sem efst er á baugi í meðferðarfræðunum á hverjum tíma. Þessi ráðstefna er öllum opin og getur gefið áhugasömum góða innsýn í meðferðarform skapandi lista. Hægt er að hafa samband við félög list- eða músíkmeðferðarfræðinga til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á ncatc2018.is. Fyrir hönd stjórna Félags listmeðferðarfræðinga (listmedferdisland.com) og Félags músíkmeðferðarfræðinga
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar