Enski boltinn

Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Michael Carrick hefur setið við hlið Mourinho í vetur
Michael Carrick hefur setið við hlið Mourinho í vetur vísir/getty
Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn. Nýr framtíðarstjóri verður ekki ráðinn fyrr en eftir tímabilið.

Jose Mourinho var rekinn frá United í morgun eftir endalausar vangaveltur um framtíð og stöðu hans það sem af er tímabili.

Í tilkynningu frá United segir að bráðabirgðastjóri taki við liðinu út þetta tímabil á meðan farið verður í vandað ráðningarferli á framtíðarstjóra.

SkySports fréttastofan segir bráðabirgðastjórann verða Michael Carrick. Fyrst um sinn sagði Sky að Carrick myndi stýra liðinu út tímabilið en hefur nú fengið nýjar upplýsingar. Carrick mun stýra æfingum liðsins næstu daga en utanaðkomandi stjóri mun svo taka við stöðu bráðabirgðastjóra út tímabilið.

Sú ráðning ætti að koma á næstu 48 klukkustundum samkvæmt Sky.

Carrick hefur verið í þjálfarateymi United í vetur eftir að hann lét skóna á hilluna í vor. Carrick spilaði fyrir United í 12 ár.







Fréttin hefur verið uppfærð

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×