Framkvæmdir stopp í innpökkuðu glæsihúsi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. desember 2018 06:15 Fjölnisvegur 11 vekur nú athygli fyrir að vera eins og risastór jólapakki að sjá. Fyrir innan hafa framkvæmdir verið stöðvaðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira