Sagðir ætla að skrifa Apu út úr þáttunum Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2018 18:15 Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield. Getty/Fox Aðstandendur sjónvarpsþáttanna langlífu um Simpson-fjölskylduna hafa sætt mikilli gagnrýni síðustu misserin vegna búðareigandans Apu í þáttunum. Nú virðist sem að til standi að skrifa Apu alfarið út úr þáttunum. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og hefur verið talað um að allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytendur virðast birtast í persónunni. Gagnrýnin varð sérstaklega hávær eftir frumsýningu myndar grínistans Hari Kondabolu, The Problem with Apu, fyrir tæpu ári. Í myndinni ræddi hann við fjölda leikara af indverskum uppruna. Hank Azaria, leikarinn sem talar fyrir Apu í þáttunum, bað aðstandendur Simpsons-þáttanna að hlýða á gagnrýnisraddirnar og grípa til aðgerða.Heigulsháttur Framleiðandinn Adi Shankar segir í samtali við Indiewire að Apu verði nú skrifaður út úr þáttunum. „Ég hef heyrt það úr mörgum áttum að þeir muni losa sig alfarið við Apu,“ segir Shankar. „Þeir munu ekki gera mikið mál úr því eða þannig, en þeir muni losa sig við hann til að losna við ágreininginn.“ Shankar segir þetta vera heigulskap hjá framleiðendum þáttanna. „Þetta er ekki skref fram á við, eða skref aftur á bak. Þetta er bara risavaxið skref til hliðar.“Fór öfugt í sig Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, sagðist á sínum tíma hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Hann sagði þó persónuna Apu ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. „Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ sagði Kondabolu í samtali við NBC, og bætti við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann sagði það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Kondabolu segir á Twitter að reynist þær fréttir réttar, að Apu verði skrifaður út úr þáttunum, sé það slæmt. Hægt hefði verið að finna leiðir til að láta persónuna „virka“.Agreed. There are so many ways to make Apu work without getting rid of him. If true, this sucks. https://t.co/czBDIvaTV0— Hari Kondabolu (@harikondabolu) October 26, 2018 Að neðan má sjá uppistand Kondabolu þar sem hann ræðir Apu. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Kvikmynd grínistans Hari Kondabolu um búðareigandann Apu verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. 14. nóvember 2017 13:24 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Aðstandendur sjónvarpsþáttanna langlífu um Simpson-fjölskylduna hafa sætt mikilli gagnrýni síðustu misserin vegna búðareigandans Apu í þáttunum. Nú virðist sem að til standi að skrifa Apu alfarið út úr þáttunum. Apu Nahasapeemapetilon er eigandi verslunarinnar Kwik-E-Mart í bænum Springfield og hefur verið talað um að allar staðalímyndir sem Bandaríkjamenn hafa haft um suðurasíska innflytendur virðast birtast í persónunni. Gagnrýnin varð sérstaklega hávær eftir frumsýningu myndar grínistans Hari Kondabolu, The Problem with Apu, fyrir tæpu ári. Í myndinni ræddi hann við fjölda leikara af indverskum uppruna. Hank Azaria, leikarinn sem talar fyrir Apu í þáttunum, bað aðstandendur Simpsons-þáttanna að hlýða á gagnrýnisraddirnar og grípa til aðgerða.Heigulsháttur Framleiðandinn Adi Shankar segir í samtali við Indiewire að Apu verði nú skrifaður út úr þáttunum. „Ég hef heyrt það úr mörgum áttum að þeir muni losa sig alfarið við Apu,“ segir Shankar. „Þeir munu ekki gera mikið mál úr því eða þannig, en þeir muni losa sig við hann til að losna við ágreininginn.“ Shankar segir þetta vera heigulskap hjá framleiðendum þáttanna. „Þetta er ekki skref fram á við, eða skref aftur á bak. Þetta er bara risavaxið skref til hliðar.“Fór öfugt í sig Kondabolu, sem er af indverskum ættum líkt og persónan Apu, sagðist á sínum tíma hafa orðið aðdáandi Simpsons-þáttanna frá því að persónurnar birtust fyrst á skjám Bandaríkjamanna í innslögum í skemmtiþættinum The Tracy Ullman Show árið 1989. Hann sagði þó persónuna Apu ávallt hafa farið eitthvað öfugt ofan í sig, einnig þegar hann var barn. „Til að byrja með var ég mjög spenntur níu ára strákur þar sem brún andlit voru ekki algeng í sjónvarpinu,“ sagði Kondabolu í samtali við NBC, og bætti við að síðar hafi runnið á hann tvær grímur. Hann sagði það hafa verið sérstaklega erfitt að kyngja því að leikarinn Azaria, sem er hvítur, hafi ljáð persónunni rödd sína. „Að ímynda sér að hvítur gaur kæmi með þessa rödd, það var kvöl og pína. Þetta var eins og að verða fyrir einelti frá aðila handan sjónvarpsskjásins.“ Kondabolu segir á Twitter að reynist þær fréttir réttar, að Apu verði skrifaður út úr þáttunum, sé það slæmt. Hægt hefði verið að finna leiðir til að láta persónuna „virka“.Agreed. There are so many ways to make Apu work without getting rid of him. If true, this sucks. https://t.co/czBDIvaTV0— Hari Kondabolu (@harikondabolu) October 26, 2018 Að neðan má sjá uppistand Kondabolu þar sem hann ræðir Apu.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Kvikmynd grínistans Hari Kondabolu um búðareigandann Apu verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. 14. nóvember 2017 13:24 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kortleggur vandamálið við Apu í Simpsons-þáttunum Kvikmynd grínistans Hari Kondabolu um búðareigandann Apu verður frumsýnd á kvikmyndahátíð í New York í kvöld. 14. nóvember 2017 13:24