Innlent

Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu runnu niður í vegfarendur

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kjötsúpudagurinn fór fram á Skólavörðustíg í dag.
Kjötsúpudagurinn fór fram á Skólavörðustíg í dag. Vísir
Yfir 1500 lítrar af kjötsúpu runnu niður í vegfarendur á Skólavörðustíg í dag, þar sem kjötsúpudagurinn fór fram. Flestir virtust sammála um ágæti súpunnar og segir sendiherra Svíþjóðar á Íslandi daginn stórkostlegan.

Hátíðin var haldin í 16 sinn í dag, en það voru Sauðfjárbændur, íslenskt grænmeti og rekstraraðilar á Skólavörðustíg sem buðu gestum og gangandi að bragða á kjötsúpu. Boðið var upp á súpu á sjö stöðum götunnar og mátti sjá langar raðir fyrir framan hvern einn og einasta stað.

Fréttastofan ræddi við nokkra gesti sem voru allir hæstánægðir með súpurnar. Þar á meðal var sendiherra Svíþjóðar á Íslandi sem sagði kjötsúpudaginn stórkostlegan.

Veitingamenn voru þó allir sammála um það að sín súpa væri sú allra besta á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×