Handbolti

Tap í síðari leiknum gegn Frökkum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teitur var sem fyrr öflugur í kvöld.
Teitur var sem fyrr öflugur í kvöld. vísir/getty
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði með fimm marka mun, 26-21, í síðari æfingaleik liðsins gegn Frökkum.

Ísland vann frækinn sigur á Frökkum í gær eftir frábæran fyrri hálfleik en liðin mættust í tveimur æfingaleikjum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði.

Leikurinn í dag var ögn erfiðari en í gær. Sóknarleikur liðsins gekk ekki jafn skínandi vel og Frakkarnir voru þéttir fyrir.

Þeir leiddu í raun allan leikinn. Frakkar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10 og unnu svo að lokum fimm marka sigur, 26-21.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur hjá Íslandi annan daginn í röð en hann skoraði sjö mörk í kvöld. Næstir komu Sveinn Andri Sveinsson og Birgir Már Birgisson með þrjú.

Markaskorarar Íslands: Teitur Örn Einarsson 7, Sveinn Andri Sveinsson 3, Birgir Már Birgisson 3, Hafþór Vignisson 2, Orri Freyr Þorkelsson 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Ásgeir Snær Vignisson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1, Hannes Grimm 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×