Trump gerður afturreka með afnám á vernd innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:56 Mótmælandi innflytjendastefnu Trump snýr út úr þekktasta slagorði hans með spjaldi sem segir innflytjendur gera Bandaríkin frábær. Vísir/AFP Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að ákvörðun Donalds Trump forseta um að afnema áætlun sem hefur varið fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn fyrir brottvísun hafi verið „gerræðisleg og duttlungafull“. Stjórnvöld þurfa að halda í áætlunina og opna aftur fyrir umsóknir. DACA-áætlunin svonefnda hefur orðið að pólitísku bitbeini repúblikana og demókrata síðustu mánuðina. Áætluninni var komið á í tíð Baracks Obama, fyrrverandi forseta, til að tryggja stöðu hóps innflytjenda sem hafði vissulega komið ólöglega til landsins en hafði ekki þekkt neitt annað heimaland en Bandaríkin. Trump ákvað að afnema áætlunina í haust og fól þinginu að finna út úr hvað yrði um skjólstæðinga áætlunarinnar. Hvorki hefur gengið né rekið með það en Trump hefur ekki viljað samþykkja neina lausn fyrir DACA-skjólstæðinga nema að hún feli í sér verulegan samdrátt á löglegum flutningi fólks til Bandaríkjanna og fjármögnun á umdeildum landamæramúr hans við Mexíkó.Fá þrjá mánuði til að standa fyrir máli sínu Þrátt fyrir það hefur almennur stuðningur verið við það að skjólstæðingar DACA, sem nefndir eru dreymendur [e. Dreamers]. Svo umdeild var ákvörðun Trump að Obama, sem hefur að mestu haldið sig til hlés eftir að hann lét af embætti forseta, rauf þögn sína og gagnrýndi hana harðlega. Nú hefur alríkisdómstóll í Washington-borg úrskurðað að áætlunin verði að vera áfram í gildi og að yfirvöld verði að taka við nýjum umsóknum um vernd á grundvelli hennar. Dómarinn taldi að ákvörðunin um afnám DACA hafi byggst á „nánast óútskýrðum“ forsendum um að áætlunin „stæðist ekki lög“. Bandarísk stjórnvöld hafa engu að síður níutíu daga til þess að gera betur grein fyrir ákvörðuninni áður en úrskurðurinn tekur gildi, að sögn New York Times. Tveir aðrir alríkisdómstólar höfðu áður úrskurðað að áætlunin yrði að halda áfram í gildi en hvorugur þeirra kvað á um að taka þyrfti við nýjum umsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29 Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Trump hótar innflytjendum og Mexíkóum í enn einum tíststorminum Svo virðist sem að umfjöllun Fox News um innflytjendur hafi triggerað Trump í páskaleyfi hans á Flórída. 1. apríl 2018 17:29
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44