Biggi á Sónar: Af greifynjum, lávörðum, Kristum, Gus og Gus Birgir Örn Steinarsson skrifar 17. mars 2018 14:00 Rapparinn Countess Malaise kom fram á Sónar í Hörpu í gær. Ásgeir Helgi/SónarReykjavík Enn og aftur Sónar í Reykjavík. Þegar ég geng frá heimili mínu í Vesturbæ á leiðinni niður í Hörpu er ómögulegt að taka ekki eftir því hversu miklum stakkaskiptum bærinn hefur tekið frá því í fyrra. Að labba niður Geirsgötu í þetta skiptið er eins og að vera í annarri borg en ég ólst upp í. Hálf kláruð háhýsin gefa vísbendingu um það sem koma skal. Miðbærinn er að breiða úr sér í átt að hafinu. Strax er þar aragrúi af veitingastöðum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til og þeir virðast allir fullir af fólki sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kom. Miðbæjarrotta eins og ég ráfa nú í gegnum hverfi í mínu nánasta nágrenni sem eru við fyrstu sýn jafn framandi og þegar maður fer í fyrsta skipti til borgar í Svíþjóð eða Noregi. Inn á milli nýbygginga eru þó fastar eins og Kolaportið og Hafnarhúsið sem staðfesta að ég sé að rölta um stræti borgar sem ég þekki. Svo kemur Harpan sjálf í ljós á bakvið stóra holu í jörðinni og byggingakrana. Þangað er ferðinni heitið til þess að upplifa aftur hátíð sem einhvern veginn hefur náð að haldast á floti þrátt fyrir að hafa lent í brotsjó. Það þarf greinilega eitthvað öflugra til þess að sökkva þessu skipi. En ein sönnun þess hversu magnað íslenskt tónlistarlíf er. Með mér á brúnni í ár er Daníel Þorsteinsson. Æskuvinur og bróðir úr Árbænum. Mér fannst það góð hugmynd að hafa hann með þar sem hann hefur síðasta áratuginn svamlað um í rafstraumum Reykjavíkur. Fyrst í hljómsvetinni Sometime og nýverið í sólóverkefni hans TRPTYCH sem framleiðir eðal teknó. Hvað sem þið gerið, ekki kalla hann Danna Maus, því það fer í hans fínustu. Þegar ég leit yfir dagskrá Sónar í ár áttaði ég mig á því að þó svo að ég reyni að hafa puttann á púlsinum hvað tónlist varðar þá eru úlnliðirnir bara orðnir of margir í dag til þess að hægt sé að rata á réttu gigginn án þess að hafa leiðsögumann. Í kvöld finnst mér það betri skilgreining en að ég sé að verða of gamall til þess að vita hvað sé upp og hvað sé niður.Mailaise greifynja og Kisusvipu lávarður „Ég var eitthvað að skoða þessa Countess Malaise á netinu í dag - sem var að byrja í Kaldalónssalnum," segir Danni. „Eigum við að byrja þar?" „Algjörlega," svara ég eins og þakklátur hugmyndasnauður túristi í ókunnugu landi. Tveimur mínútum síðar eru við komnir inn í salinn. Hann er hálf tómur og greifynjan er greinilega á lokametrunum með tónleika sína í gryfjunni fyrir neðan okkur. Við finnum tóm sæti á aftasta bekk og tillum okkur. „Ha, er hún íslensk!?" segir Danni þegar hann heyrir í henni rappa á móðurmáli okkar. Það er þá sem ég átta mig á því hver þetta er. Þetta er Dýrfinna Beníta, tónlistar og myndlistarkona, sem ég hef aðeins haft kynni af í gegnum fréttirnar eftir að hún og kærasti hennar, Þórður Ingi Jónsson eða Lord Pusswhip eins og hann kallar sig, lentu í hræðilegri líkamsáras. Dýrfinna er rétt að ryðja sér til rúms og lofar góðu sem rappari. Það er þó augljóst að hún hefur ekki mikla sviðsreynslu. Það sést á hreyfingum og stílbragði hennar en hún virðast full einbeitt í að leika eftir þeim staðalmyndum sem fylgja erlendum kvenröppurum. Eitthvað segir mér að hún muni ná blóma síðar þegar hún leyfir sér sleppa sér meira og vera hún sjálf. Tónlistin undir flæði hennar hljómar einnig allt of kunnuglega.Gus og Gus lögðu mikla áherslu á nýju plötuna, Lies are more flexible, sem kom út fyrir örfáum dögum síðan.Stefán Páls/SónarReykjavík„Æi, ég veit ekki," segir Danni. „Mér finnst svo mikið af þessu unga íslenska rappi í dag með sama sándið. Það er bara eins og allt undirspil í dag verði að sánda eins og Post Malone eða Gucci Mane." „Vá, Danni. Takk fyrir að segja þetta," segi ég. „Mér er búið að líða svoldið eins og gamalmenni að benda á þetta. Það er eins og að allir séu að nota sama forritið eða eitthvað? Maður hljómar eins og amma sín þegar við vorum ungir - þetta sándar allt eins!" „Nei, í alvöru maður," segir Danni og hlær. „Í dag er það samþykkt að kópera sánd annarra - hér áður fyrr var það algjör dauðadómur. Ef þú varst ekki með þitt eigið sánd - nennti enginn að hlusta á þig." Dýrfinna kynnir næst kærasta sinn á svið og Kisusvipu lávaður stígur í gryfjuna við einhvern fögnuð aðdáenda. Þau eru svaka sæt og kyssast áður en þau rappa saman. Eftir að laginu lýkur bíðum við Danni eftir að Lord Pusswhip gerir sig kláran fyrir settið sitt. Hann kemur nokkuð á óvart. Býður upp á einhvers konar blöndu af breakbít/jungle Squarepusher-bræðingi við nokkuð flott VHS-legt myndskeið af Jimi Hendrix, Siouxie and The Banshees og N.W.A (held ég). Eini gallinn er að Kaldalóns salurinn fer slíku setti frekar illa. Hjá þeim hjúum er greinilega mikil hrá sköpunargleði ríkjandi og það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þegar þau ná að slípa betur og móta.Undirtónar í kjallaranum „Hvað finnst þér um þetta token-kerfi," spyr ókunnugur drengur mig á barnum og vísar í þá staðreynd að gestir eru neyddir til þess að kaupa áfengismiða í magni frekar en að vera treyst til þess að kaupa staka drykki. Ég svara eins og sálfræðingurinn sem ég er alveg við það að verða. „Ja... Hvað finnst þér?" „Ekki gott... en... varst þú ekki dauður í frystikistunni hans Bubba í einhvern tíma?" „Jújú," svara ég og trúi því varla að menn muni ennþá eftir þessu 2 sekúndna gestahlutverki mínu í þætti Steinda Jr fyrir um 5 árum síðan. „Hvernig var það?" „Það var bara mjög tjillað sko."Hljómsveitin Vök á Sónar í gærkvöldi.Ásgeir Helgi/SónarReykjavíkÉg gríp bjórinn minn og flý aðstæðurnar eins fljótt og ég get. Við Danni erum staddir á neðstu hæðinni, eða við inngang bílakjallarans, til þess að sjá Cold og Yagya spila. Þar eru á ferð gamlir teknó-boltar á okkar aldri. Cold heitir réttu nafni Ísar Logi og var hér áður ritstjóri tónlistarblaðsins Undirtónar sem ég hika ekki við að kalla mikilvægasta blað tíunda áratugarins. Í bílakjallarann koma menn ekki til þess að heyra poppaðar lagasmíðar eða grípandi melódíur. Hér er allur metnaður lagður í að flæðandi teknó. Ísar Logi er það langt leiddur inn í þá fræði að settið hans einkennist nær eingöngu af töktum án nokkurra undirtóna (sorrý, ég varð!). Settið hjá Yagya, sem gaf hér áður fyrr út ambient tónlist undir nafninu Plastik, er öllu þróaðra. Lagskiptir teknótónar hans eru afar dáleiðandi og hægt og bítandi fylltist bílakjallarinn af fólki sem vildi dansa til að gleyma.Glaðvakandi saxófónleikari Næsta stopp var hljómsveitin Vök í Norðurljósasal. Það var í fyrsta skiptið um kvöldið sem ég sá manneskju á sviði sem leit út fyrir að hún ætti heima þar og hvergi annars staðar. Margrét Rán Magnúsdóttir hefur gífurlega nærveru á sviði og nær ómögulegt að heillast ekki með. Sveitin hefur jafnað kynjahlutfall sveitarinnar því nú er komin stúlka á gítarinn í stað Ólafs Alexanders Ólafssonar. Ég veit ekki hvað hún heitir eða hvaðan hún kemur en hún er afbragðs gítarleikari. Öruggur flytjandi með eitursvalt sánd. Þessi sveit hefur ferðast til tunglins og til baka síðan þau unnu Músíktilraunir 2013. Sveit á heimsmælikvarða. „Þessi saxónleikari er alveg að missa sig," segir Danni en innlifun Andra Márs Enokssonar er eftirtektarverð þegar hann blæs. Við Daníel eigum það sameiginlegt að eiga í ástar/haturssambandi við hljóðfærið enda aldir upp á tímum Tinu Turner, Michael Bolton og George Michael. "Hann er með alla 80's taktana á hreinu!" „Já, þetta er svoldið magnað," humma ég. „Bíddu, er hann farinn úr jakkanum líka?" „Já, Lítur út fyrir það... En... hann er þó ekki ber að ofan."Gus og Gus. Kakó og rjómi. Í dag er eitt Gus fyrir hvern meðlim í teknósveit Íslands. Það sem hófst sem hreyfing er nú dúett Birgis Þórarinssonar og Daníels Ágúst Haraldssonar. Líklegast töluvert auðveldara að ná saman fólki í myndatökur og að ekki sé talað um sparnað í kostnaði við að túra á milli landa. Gus og Gus lögðu mikla áherslu á nýju plötuna, Lies are more flexible, sem kom út fyrir örfáum dögum síðan. Það er merkilegt að þrátt fyrir að vera bara tveir eftir fer ekkert á milli mála hvaða sveit er þar á sviði. Melódískt teknógrúf Bigga og fljótandi engilfagur rödd Daníels virðist hafa verið nægilega stór hluti af formúlunni til þess að bandið sé ennþá sama bandið án allra hinna. Svipað eins og maður gæti ímyndað sér að Depeche Mode muni alltaf hljóma eins og sama sveitin eins lengi og Martin Gore og Dave Gahan séu í sveitinni. Fljótandi rödd er samt svolítið lykilhugtak hér. Eftir að hafa rennt nýju plötunni í gegn tvisvar sinnum virkar röddin eins og hún sé flétt ofan á afurðir Bigga og seint í ferlinu. Nýju lögin hafa ekki jafn augljósa öngla og mörg eldri laganna og jafnvel nokkuð erfitt að muna laglínurnar þegar þær eru ekki í eyrunum á manni. Biggi er kakóið. Daníel er rjóminn. Bæði gott en það fer enginn á kaffihús og biður bara um rjóma í bolla. Sumir drekka þó kakó án þess að fá sér rjóma. „Ég var að tengja betur við Mexíkó," segir Danni. „Ha, ertu að fara til Mexíkó?," spyr ég. „Nei, síðustu plötu. Þetta nýja stöff er alveg gott sko... þetta er náttúrulega GusGus... en bara meira soft en ég bjóst við. Síðast var teknó-ið harðara og hnitmiðara." Ég kinka kolli. Man þó ekkert meira eftir því að GusGus hafi nokkru sinni gefið út plötu sem heitir Mexíkó. Held að ég hafi verið of lengi fastur á baki arabíska hestsins sem hlýtur að vera besta teknóplata íslenskrar tónlistarsögu.Joey Christ naut sín vel á sviðinu.Ásgeir Helgi/SónarReykjavíkKristur á röngum stað Það var athyglisvert að sjá dreifingu fjöldans á milli The Joey Christ Show og Lindström sem spiluðu á sama tíma í tveimur af aðal sölum hátíðarinnar. Í huga 15 ára sonar míns er Joey, eða Jóhann Kristófer Stefánsson, stærsti rappari landsins um þessar mundir. Tvö íslensk tónlistarverðlaun fyrr í vikunni og rúmlega milljón Spotify-spilanir á Joey Cypher styðja þessa kenningu. Ekki nóg með það þá er Jóhann Kristófer frábær fyrirmynd fyrir unga krakka í dag. Skapandi á ýmsum sviðum lista, talar opinskátt um eigin kvíða og virðist hafa tileinkað sér pönk mottó Einars Arnar Benediktssonar um að „það skipti ekki máli hvað þú kannt, heldur hvað þú gerir“. Hann er að minnsta kosti eini rappari landsins sem er ekki upptekinn við að segja öllum hinum að hann sé bestur í því sem hann gerir. Þvert á móti lýsir hann sjálfum sér sem „sæmilegum“ rappara og mestu máli skipti að „kýla á það“ og finna sér gott samstarfsfólk. Samt, þrátt fyrir allt þetta, er salurinn hálf tómur þegar við Daníel og rússneska vinkona hans Katarína (sem við hittum á leiðinni) göngum inn til að sjá sjóið. Katarína lifir og hrærist fyrir teknó og ferðast oft á milli landa til þess að fá skammtinn sinn. Joey fékk slottið í stærsta salnum á meðan hinn sænski Lindström var í þeim næst stærsta, sem var stappaður og sveitt partí-stemmning. Katarína botnar ekkert í þessu. „Hver er þetta? Hvað er hann eiginlega að gera hérna?," spyr hún. „Þetta er flavour of the month," útskýri ég. „Hann var í 101 Boys - meðlimur Sturlu Atlas. Ég held að hann sé rétt að byrja - enda er hann ein skærasta íslenska stjarnan í hugum 16 ára krakka og yngri. Flottur gaur sko." „Akkúrat. Sextán ára og yngri... og Íslendingar. Stærsti hluti krádsins hans hefur ekki aldur til þess að vera hérna," segir hún og Danni kinkar kolli til samþykkis. „Og útlendingarnir sem eru hérna hafa aldrei heyrt um hann, trúðu mér!" Það er akkúrat málið er það ekki? Það er ekki nóg að horfa á Spotify spilanir eða YouTube til að vigta vinsældir listamanna fyrir svona hátíðir. Það þarf einnig að hafa í huga hvers vegna fólk mætir á staðinn, hvaða listamenn eru með dreifingu fyrir utan lands-steinanna og í hvað fólk sé að sækja á svona raftónlistarhátíð. The Joey Christ Show var skýrt dæmi um vel heppnað sjóf með góðum flutningi sem náði engan veginn að njóta sín því listamaðurinn var settur á allt of stórt svið. Ef til vill aðhyllast Sónar-ar önnur trúabrögð en Kristni?Gjafmilda afmælisbarnið Ég kláraði kvöldið framalega hjá afmælisbarninu Danny Brown. Hann er góð sönnun þess að það er vel hægt að gera áhugavert rapp án aðstoðar hríðskota-hí-hata eða annarra Post Malone-legra skrauta. Samstarf hans við Purity Ring sýnir m.a. fram á hversu áhugaverð hugmynd það er að blanda saman listrænni raftónlist við rappið. Íslenskir aðdáendur Danny sungu afmælissönginn fyrir hann og í staðinn gaf hann þeim ýmsar gjafir. Ekki bara með frábærri notkun yndislegu skæru raddar hans heldur líka með fatagjöfum. Hann fleygði hattinum sínum, skónum og guð má vita hvað til áhorfenda. Frábært lokaatriði á fyrra Sónarkvöldi þessarar Reykjavíkurhátíðar. Sónar Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Enn og aftur Sónar í Reykjavík. Þegar ég geng frá heimili mínu í Vesturbæ á leiðinni niður í Hörpu er ómögulegt að taka ekki eftir því hversu miklum stakkaskiptum bærinn hefur tekið frá því í fyrra. Að labba niður Geirsgötu í þetta skiptið er eins og að vera í annarri borg en ég ólst upp í. Hálf kláruð háhýsin gefa vísbendingu um það sem koma skal. Miðbærinn er að breiða úr sér í átt að hafinu. Strax er þar aragrúi af veitingastöðum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til og þeir virðast allir fullir af fólki sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kom. Miðbæjarrotta eins og ég ráfa nú í gegnum hverfi í mínu nánasta nágrenni sem eru við fyrstu sýn jafn framandi og þegar maður fer í fyrsta skipti til borgar í Svíþjóð eða Noregi. Inn á milli nýbygginga eru þó fastar eins og Kolaportið og Hafnarhúsið sem staðfesta að ég sé að rölta um stræti borgar sem ég þekki. Svo kemur Harpan sjálf í ljós á bakvið stóra holu í jörðinni og byggingakrana. Þangað er ferðinni heitið til þess að upplifa aftur hátíð sem einhvern veginn hefur náð að haldast á floti þrátt fyrir að hafa lent í brotsjó. Það þarf greinilega eitthvað öflugra til þess að sökkva þessu skipi. En ein sönnun þess hversu magnað íslenskt tónlistarlíf er. Með mér á brúnni í ár er Daníel Þorsteinsson. Æskuvinur og bróðir úr Árbænum. Mér fannst það góð hugmynd að hafa hann með þar sem hann hefur síðasta áratuginn svamlað um í rafstraumum Reykjavíkur. Fyrst í hljómsvetinni Sometime og nýverið í sólóverkefni hans TRPTYCH sem framleiðir eðal teknó. Hvað sem þið gerið, ekki kalla hann Danna Maus, því það fer í hans fínustu. Þegar ég leit yfir dagskrá Sónar í ár áttaði ég mig á því að þó svo að ég reyni að hafa puttann á púlsinum hvað tónlist varðar þá eru úlnliðirnir bara orðnir of margir í dag til þess að hægt sé að rata á réttu gigginn án þess að hafa leiðsögumann. Í kvöld finnst mér það betri skilgreining en að ég sé að verða of gamall til þess að vita hvað sé upp og hvað sé niður.Mailaise greifynja og Kisusvipu lávarður „Ég var eitthvað að skoða þessa Countess Malaise á netinu í dag - sem var að byrja í Kaldalónssalnum," segir Danni. „Eigum við að byrja þar?" „Algjörlega," svara ég eins og þakklátur hugmyndasnauður túristi í ókunnugu landi. Tveimur mínútum síðar eru við komnir inn í salinn. Hann er hálf tómur og greifynjan er greinilega á lokametrunum með tónleika sína í gryfjunni fyrir neðan okkur. Við finnum tóm sæti á aftasta bekk og tillum okkur. „Ha, er hún íslensk!?" segir Danni þegar hann heyrir í henni rappa á móðurmáli okkar. Það er þá sem ég átta mig á því hver þetta er. Þetta er Dýrfinna Beníta, tónlistar og myndlistarkona, sem ég hef aðeins haft kynni af í gegnum fréttirnar eftir að hún og kærasti hennar, Þórður Ingi Jónsson eða Lord Pusswhip eins og hann kallar sig, lentu í hræðilegri líkamsáras. Dýrfinna er rétt að ryðja sér til rúms og lofar góðu sem rappari. Það er þó augljóst að hún hefur ekki mikla sviðsreynslu. Það sést á hreyfingum og stílbragði hennar en hún virðast full einbeitt í að leika eftir þeim staðalmyndum sem fylgja erlendum kvenröppurum. Eitthvað segir mér að hún muni ná blóma síðar þegar hún leyfir sér sleppa sér meira og vera hún sjálf. Tónlistin undir flæði hennar hljómar einnig allt of kunnuglega.Gus og Gus lögðu mikla áherslu á nýju plötuna, Lies are more flexible, sem kom út fyrir örfáum dögum síðan.Stefán Páls/SónarReykjavík„Æi, ég veit ekki," segir Danni. „Mér finnst svo mikið af þessu unga íslenska rappi í dag með sama sándið. Það er bara eins og allt undirspil í dag verði að sánda eins og Post Malone eða Gucci Mane." „Vá, Danni. Takk fyrir að segja þetta," segi ég. „Mér er búið að líða svoldið eins og gamalmenni að benda á þetta. Það er eins og að allir séu að nota sama forritið eða eitthvað? Maður hljómar eins og amma sín þegar við vorum ungir - þetta sándar allt eins!" „Nei, í alvöru maður," segir Danni og hlær. „Í dag er það samþykkt að kópera sánd annarra - hér áður fyrr var það algjör dauðadómur. Ef þú varst ekki með þitt eigið sánd - nennti enginn að hlusta á þig." Dýrfinna kynnir næst kærasta sinn á svið og Kisusvipu lávaður stígur í gryfjuna við einhvern fögnuð aðdáenda. Þau eru svaka sæt og kyssast áður en þau rappa saman. Eftir að laginu lýkur bíðum við Danni eftir að Lord Pusswhip gerir sig kláran fyrir settið sitt. Hann kemur nokkuð á óvart. Býður upp á einhvers konar blöndu af breakbít/jungle Squarepusher-bræðingi við nokkuð flott VHS-legt myndskeið af Jimi Hendrix, Siouxie and The Banshees og N.W.A (held ég). Eini gallinn er að Kaldalóns salurinn fer slíku setti frekar illa. Hjá þeim hjúum er greinilega mikil hrá sköpunargleði ríkjandi og það verður áhugavert að sjá hvað verður úr þegar þau ná að slípa betur og móta.Undirtónar í kjallaranum „Hvað finnst þér um þetta token-kerfi," spyr ókunnugur drengur mig á barnum og vísar í þá staðreynd að gestir eru neyddir til þess að kaupa áfengismiða í magni frekar en að vera treyst til þess að kaupa staka drykki. Ég svara eins og sálfræðingurinn sem ég er alveg við það að verða. „Ja... Hvað finnst þér?" „Ekki gott... en... varst þú ekki dauður í frystikistunni hans Bubba í einhvern tíma?" „Jújú," svara ég og trúi því varla að menn muni ennþá eftir þessu 2 sekúndna gestahlutverki mínu í þætti Steinda Jr fyrir um 5 árum síðan. „Hvernig var það?" „Það var bara mjög tjillað sko."Hljómsveitin Vök á Sónar í gærkvöldi.Ásgeir Helgi/SónarReykjavíkÉg gríp bjórinn minn og flý aðstæðurnar eins fljótt og ég get. Við Danni erum staddir á neðstu hæðinni, eða við inngang bílakjallarans, til þess að sjá Cold og Yagya spila. Þar eru á ferð gamlir teknó-boltar á okkar aldri. Cold heitir réttu nafni Ísar Logi og var hér áður ritstjóri tónlistarblaðsins Undirtónar sem ég hika ekki við að kalla mikilvægasta blað tíunda áratugarins. Í bílakjallarann koma menn ekki til þess að heyra poppaðar lagasmíðar eða grípandi melódíur. Hér er allur metnaður lagður í að flæðandi teknó. Ísar Logi er það langt leiddur inn í þá fræði að settið hans einkennist nær eingöngu af töktum án nokkurra undirtóna (sorrý, ég varð!). Settið hjá Yagya, sem gaf hér áður fyrr út ambient tónlist undir nafninu Plastik, er öllu þróaðra. Lagskiptir teknótónar hans eru afar dáleiðandi og hægt og bítandi fylltist bílakjallarinn af fólki sem vildi dansa til að gleyma.Glaðvakandi saxófónleikari Næsta stopp var hljómsveitin Vök í Norðurljósasal. Það var í fyrsta skiptið um kvöldið sem ég sá manneskju á sviði sem leit út fyrir að hún ætti heima þar og hvergi annars staðar. Margrét Rán Magnúsdóttir hefur gífurlega nærveru á sviði og nær ómögulegt að heillast ekki með. Sveitin hefur jafnað kynjahlutfall sveitarinnar því nú er komin stúlka á gítarinn í stað Ólafs Alexanders Ólafssonar. Ég veit ekki hvað hún heitir eða hvaðan hún kemur en hún er afbragðs gítarleikari. Öruggur flytjandi með eitursvalt sánd. Þessi sveit hefur ferðast til tunglins og til baka síðan þau unnu Músíktilraunir 2013. Sveit á heimsmælikvarða. „Þessi saxónleikari er alveg að missa sig," segir Danni en innlifun Andra Márs Enokssonar er eftirtektarverð þegar hann blæs. Við Daníel eigum það sameiginlegt að eiga í ástar/haturssambandi við hljóðfærið enda aldir upp á tímum Tinu Turner, Michael Bolton og George Michael. "Hann er með alla 80's taktana á hreinu!" „Já, þetta er svoldið magnað," humma ég. „Bíddu, er hann farinn úr jakkanum líka?" „Já, Lítur út fyrir það... En... hann er þó ekki ber að ofan."Gus og Gus. Kakó og rjómi. Í dag er eitt Gus fyrir hvern meðlim í teknósveit Íslands. Það sem hófst sem hreyfing er nú dúett Birgis Þórarinssonar og Daníels Ágúst Haraldssonar. Líklegast töluvert auðveldara að ná saman fólki í myndatökur og að ekki sé talað um sparnað í kostnaði við að túra á milli landa. Gus og Gus lögðu mikla áherslu á nýju plötuna, Lies are more flexible, sem kom út fyrir örfáum dögum síðan. Það er merkilegt að þrátt fyrir að vera bara tveir eftir fer ekkert á milli mála hvaða sveit er þar á sviði. Melódískt teknógrúf Bigga og fljótandi engilfagur rödd Daníels virðist hafa verið nægilega stór hluti af formúlunni til þess að bandið sé ennþá sama bandið án allra hinna. Svipað eins og maður gæti ímyndað sér að Depeche Mode muni alltaf hljóma eins og sama sveitin eins lengi og Martin Gore og Dave Gahan séu í sveitinni. Fljótandi rödd er samt svolítið lykilhugtak hér. Eftir að hafa rennt nýju plötunni í gegn tvisvar sinnum virkar röddin eins og hún sé flétt ofan á afurðir Bigga og seint í ferlinu. Nýju lögin hafa ekki jafn augljósa öngla og mörg eldri laganna og jafnvel nokkuð erfitt að muna laglínurnar þegar þær eru ekki í eyrunum á manni. Biggi er kakóið. Daníel er rjóminn. Bæði gott en það fer enginn á kaffihús og biður bara um rjóma í bolla. Sumir drekka þó kakó án þess að fá sér rjóma. „Ég var að tengja betur við Mexíkó," segir Danni. „Ha, ertu að fara til Mexíkó?," spyr ég. „Nei, síðustu plötu. Þetta nýja stöff er alveg gott sko... þetta er náttúrulega GusGus... en bara meira soft en ég bjóst við. Síðast var teknó-ið harðara og hnitmiðara." Ég kinka kolli. Man þó ekkert meira eftir því að GusGus hafi nokkru sinni gefið út plötu sem heitir Mexíkó. Held að ég hafi verið of lengi fastur á baki arabíska hestsins sem hlýtur að vera besta teknóplata íslenskrar tónlistarsögu.Joey Christ naut sín vel á sviðinu.Ásgeir Helgi/SónarReykjavíkKristur á röngum stað Það var athyglisvert að sjá dreifingu fjöldans á milli The Joey Christ Show og Lindström sem spiluðu á sama tíma í tveimur af aðal sölum hátíðarinnar. Í huga 15 ára sonar míns er Joey, eða Jóhann Kristófer Stefánsson, stærsti rappari landsins um þessar mundir. Tvö íslensk tónlistarverðlaun fyrr í vikunni og rúmlega milljón Spotify-spilanir á Joey Cypher styðja þessa kenningu. Ekki nóg með það þá er Jóhann Kristófer frábær fyrirmynd fyrir unga krakka í dag. Skapandi á ýmsum sviðum lista, talar opinskátt um eigin kvíða og virðist hafa tileinkað sér pönk mottó Einars Arnar Benediktssonar um að „það skipti ekki máli hvað þú kannt, heldur hvað þú gerir“. Hann er að minnsta kosti eini rappari landsins sem er ekki upptekinn við að segja öllum hinum að hann sé bestur í því sem hann gerir. Þvert á móti lýsir hann sjálfum sér sem „sæmilegum“ rappara og mestu máli skipti að „kýla á það“ og finna sér gott samstarfsfólk. Samt, þrátt fyrir allt þetta, er salurinn hálf tómur þegar við Daníel og rússneska vinkona hans Katarína (sem við hittum á leiðinni) göngum inn til að sjá sjóið. Katarína lifir og hrærist fyrir teknó og ferðast oft á milli landa til þess að fá skammtinn sinn. Joey fékk slottið í stærsta salnum á meðan hinn sænski Lindström var í þeim næst stærsta, sem var stappaður og sveitt partí-stemmning. Katarína botnar ekkert í þessu. „Hver er þetta? Hvað er hann eiginlega að gera hérna?," spyr hún. „Þetta er flavour of the month," útskýri ég. „Hann var í 101 Boys - meðlimur Sturlu Atlas. Ég held að hann sé rétt að byrja - enda er hann ein skærasta íslenska stjarnan í hugum 16 ára krakka og yngri. Flottur gaur sko." „Akkúrat. Sextán ára og yngri... og Íslendingar. Stærsti hluti krádsins hans hefur ekki aldur til þess að vera hérna," segir hún og Danni kinkar kolli til samþykkis. „Og útlendingarnir sem eru hérna hafa aldrei heyrt um hann, trúðu mér!" Það er akkúrat málið er það ekki? Það er ekki nóg að horfa á Spotify spilanir eða YouTube til að vigta vinsældir listamanna fyrir svona hátíðir. Það þarf einnig að hafa í huga hvers vegna fólk mætir á staðinn, hvaða listamenn eru með dreifingu fyrir utan lands-steinanna og í hvað fólk sé að sækja á svona raftónlistarhátíð. The Joey Christ Show var skýrt dæmi um vel heppnað sjóf með góðum flutningi sem náði engan veginn að njóta sín því listamaðurinn var settur á allt of stórt svið. Ef til vill aðhyllast Sónar-ar önnur trúabrögð en Kristni?Gjafmilda afmælisbarnið Ég kláraði kvöldið framalega hjá afmælisbarninu Danny Brown. Hann er góð sönnun þess að það er vel hægt að gera áhugavert rapp án aðstoðar hríðskota-hí-hata eða annarra Post Malone-legra skrauta. Samstarf hans við Purity Ring sýnir m.a. fram á hversu áhugaverð hugmynd það er að blanda saman listrænni raftónlist við rappið. Íslenskir aðdáendur Danny sungu afmælissönginn fyrir hann og í staðinn gaf hann þeim ýmsar gjafir. Ekki bara með frábærri notkun yndislegu skæru raddar hans heldur líka með fatagjöfum. Hann fleygði hattinum sínum, skónum og guð má vita hvað til áhorfenda. Frábært lokaatriði á fyrra Sónarkvöldi þessarar Reykjavíkurhátíðar.
Sónar Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira