Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 19:44 Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira