Tónlist

Hlustaðu á nýju plötuna með JóaPé og Króla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tvíeykið vann til verðlauna fyrir besta lag ársins, bestu plötu ársins, besti flytjandi ársins og nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum.
Tvíeykið vann til verðlauna fyrir besta lag ársins, bestu plötu ársins, besti flytjandi ársins og nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum. Vísir/Eyþór
Rappararnir JóiPé og Króli gáfu í gærkvöldi út nýja breiðskífu en hún ber nafnið Afsakið hlé.

Í vikunni kom út nýtt lag og myndband við lagið Þráhyggja en núna er komin út 17 laga plata.

JóiPé og Króli komu fram á sjónarsviðið á síðasta ári og vöktu fyrst athygli saman þegar lagið B.O.B.A kom út með miklum látum.

Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá þessum flottu listamönnum. Ef þú ert ekki með Spotify appið er hægt að hlusta á plötuna hér en til þess þarf maður að vera skráður inn á Spotify.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×