Brjáluð eftir að hafa verið líkt við Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2018 08:03 Jacinda Ardern hefur ekki hátt álit á Donald Trump. Vísir/Epa Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist vera „æf“ og „mjög reið“ eftir að henni var líkt við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Wall Street Journal birti í september í fyrra grein undir yfirskriftinni „Heilsið upp á Justin Trudeau Nýja-Sjálands - nema hvað að hún er meira eins og Donald Trump þegar kemur að innflytjendamálum.“ Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC sagði Jacinda Ardern að þessi samlíking gæti ekki verið fjær sannleikanum. „Þetta reitti mig til reiði,“ sagði Ardern, tvisvar í röð til að undirstrika pirring sinn. „Við erum flokkur sem barðist fyrir því að taka við tvöfalt fleiri flóttamönnum. Við erum þjóð sem byggir á innflytjendum. Ég er sjálf af þriðju kynslóð innflytjenda,“ er haft eftir Ardern á vef Guardian.„Það var gefið í skyn að Nýja-Sjáland væri ekki opið og gestrisið land - það var gefið í skyn að ég stýrði einhvern veginn í andstöðu við það - það gerði mig mjög reiða.“ Engu að síður hefur ríkisstjórn Ardern heitið því að taka við 20 til 30 þúsund færri innflytjendum á næstu þremur árum. Þess í stað verði áherslan lögð á að lokka alþjóðlega skiptinema til landsins með það fyrir augum að þeir verði áfram á Nýja-Sjálandi eftir að námi þeirra líkur. Þá ætlar ríkisstjórnin einnig að herða skilyrðin sem fyrirtæki verða að uppfylla, vilji þau ráða til sín starfsfólk frá útlöndum. Það á að virka sem hvatning fyrir fyrirtæki til að ráða þess í stað Nýsjálendinga. Nýja-Sjáland hefur tekið við slíkum fjölda innflytjenda á síðustu árum að það hefur, að sögn flokks Ardern, bitnað á vegakerfinu, húsnæðismarkaðnum og öðrum innviðum þar í landi. Því þætti flokknum gott að geta hægt aðeins á þeirri þróun svo að landið geti náð „andanum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. 26. febrúar 2018 06:34