Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á Stöð 2 í kvöld segjum við frá því að fjórðungi fleiri gerendur heimilisofbeldis leituðu sér hjálpar í fyrra heldur en árið á undan. Á síðustu 20 árum hafa um 920 manns leitað sér meðferðar við því að beita heimilisfólk ofbeldi.

Við fjöllum um meirihlutamyndun í Kópavogi. Sjálfstæðismenn funduðu í dag um þann möguleika að mynda nýjan meirihluta í bænum með Framsóknarmönnum. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land.

Við fylgjumst með viðburðum á Akureyri, í Bolungarvík og í Reykjavík og sýnum meðal annars myndir af koddaslag, sem lá niðri í mörg ár en er að koma aftur inn sem viðburður á þessari hátíð sjómanna. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hækkandi verðlag fæli ferðamenn frá landsbyggðinni.

Og við sýnum myndir af því þegar hvítabjörn heimsækir hótel á Svalbarða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×