Neymar spilaði fótboltaleik í fyrsta skipti síðan hann fótbrotnaði í febrúar þegar hann kom inn í seinni hálfleik vináttuleiks Brasilíu og Króatíu sem fram fór á Anfield í Liverpool í dag.
Neymar er einn besti fótboltamaður heims og hafa vonir Brasilíumanna á HM verið bundnar endurkomu Neymar eftir fótbrot sem hann hlaut í leik með PSG í febrúar. Neymar kom inn í hálfleik í leiknum í dag og skoraði stuttu seinna með þrumuskoti í slánna og inn. Óverjandi fyrir Danijel Subasic í marki Króata.
Króatar voru sterkari í fyrri hálfleik, stjórnuðu spilinu á mðisvæðinu og Brasílíumenn áttu erfitt með að brjótast í gegnum vörn Króatanna. Brasilíumenn sóttu meira í seinni hálfleik og uppskáru með marki Neymar. Þegar leikurinn var við það að renna út skoraði Roberto Firmino með snyrtilegri vippu yfir Subasic í markinu. Úrslitin 2-0 sigur Brasilíu.
Bæði lið eru að búa sig undir HM í Rússlandi. Þar eru Króatar í riðli með Íslandi og mætast liðin í þriðju umferð riðlakeppninnar þann 26. júní.
Neymar fagnaði endurkomunni með marki
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn

„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti