Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, gæti misst af HM í Rússlandi eftir að hann meiddist í vináttulandsleik Belga og Portúgal í gærkvöld.
Kompany þurfti að fara af velli í leiknum í gær eftir 55 mínútur vegna meiðsla í nára. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.
„Þú fannst það á andrúmsloftinu að allir voru mjög áhyggjufullir þegar hann fór út af,“ sagði landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez eftir leikinn.
„Hann sagðist finna fyrir óþægindum í nára þegar hann fór af velli. Hann er ekki unglamb og þekkir líkama sinn. Á þessum tímapunkti var það það rétta í stöðunni að taka hann út af.“
Martinez sagði það taka allt að tvo sólarhringa að fá skorið um það hversu alvarleg meiðslin eru en Kompany þarf að fara í myndatöku.
Martinez á enn eftir að velja 23 manna lokahóp sinn fyrir HM en hann þarf að gera það í síðastsa lagi á morgun, 4. júní.
