Fótbolti

Alli lofar að halda aftur af skapi sínu á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dele Alli í landsleik með Englandi
Dele Alli í landsleik með Englandi vísir/getty
Dele Alli hefur gefið stuðningsmönnum Englands loforð um að halda aftur af skapi sínu og láta andstæðinginn ekki komast upp með að ergja hann.

Alli á það til að safna að sér spjöldum og leikbönnum fyrir óþarfa hluti á borð við kjaftbrúk. Hann var í leikbanni í leiknum gegn Slóveníu þar sem England tryggði sig inn á HM eftir að hafa gefið liðsfélaga sínum fingurinn í leik. Þá missti hann af fyrstu þremur leikjum Tottenham í Meistaradeild Evrópu á nýliðnu tímabili vegna rauðs spjalds.

„Ég trúi því að allir þurfi að gera mistök til þess að læra af þeim. Ég hef lært af því sem ég hef gert í fortíðinni. Ég er með góða stjórn á sjálfum mér og andstæðingum sem reyna að ergja mig mun ekki takast það,“ sagði Alli.

„Augljóslega hef ég gert ýmislegt á síðustu árum og sumir hafa áhyggjur af því en það kemur ekkert slíkt upp aftur.“

England hefur leik á HM þann 18. júní gegn Túnis. Með þeim í G riðli eru Belgía og Panama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×