Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2018 18:45 Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. Mikil kannabisneysla ungmenna, sérstaklega ungra drengja, er vandamál á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Hefur kannabisneysla stóraukist ekki síst vegna áhrifa bandarísks afþreyingarefnis sem hefur sýnt kannabisneyslu sem hluta af eðlilegu lífi og þannig normalíserað hana. Þá er dreifing og sala kannabiss í afþreyingarskyni orðin lögleg í Kanada og í níu ríkjum Bandaríkjanna en talið er nær öruggt að þetta muni í fyllingu tímans auka neyslu á kannabisi. Í dag var greint frá því að kannabisneysla ungmenna í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, hefði margfaldast að undaförnu og segir umsjónarmaður kirkjugarðsins að hún sé orðin sérstakt vandamál. Hann skrifaði áskorun til foreldra í hópi Vesturbæinga á Facebook og hvatti þá til að ræða þetta við börnin sín. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnst það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál,“ sagði hann. Skúli Magnússon segir að skólayfirvöld og foreldrar verði að virkja samtal við unga drengi um skaðsemi kannabisneyslu. Hann segist skynja að ekki sé nóg gert í skólakerfinu til að ræða tengsl kannabisneyslu og geðrofs.Málin eru nákvæmlega eins Skúli Magnússon hefur í starfi sínu sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur komið að miklum fjölda nákvæmlega eins mála þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðrofs sem er bein afleiðing kannabisneyslu. Skúli skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann varpaði fram spurningum um hvort ungir karlmenn fengju nægilega mikla fræðslu um tengsl kannabisneyslu og geðrænna vandamála. Málin sem hafa ratað til dómstóla, þar sem ungir karlmenn upp úr tvítugu eru nauðungarvistaðir eða jafnvel lögræðissviptir, eru öll eins. „Þetta voru strákar sem höfðu byrjað í kannabisneyslu 12, 13, 14 ára. Glímdu við vaxandi geðræna erfiðleika og voru komnir í geðrof með mjög alvarleg einkenni fyrir og um tvítugt. Og það þótti fyrirsjáanlegt að í flestum þessara mála væru þessir strákar með varanlega geðsjúkdóma og þyrftu stuðning og jafnvel að vera inni á lokuðum eða hálflokuðum deildum til lengri tíma og stuðning alla sína ævi,“ segir Skúli. Þessi mál hlaup á tugum árlega. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl kannabisreykinga og geðrofs og er kannabisneysla viðurkennd sem sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun geðklofa. „Þegar strákar á þessum aldri eru að reykja gras þá er þetta rússnesk rúlletta. Þeir eru í sérstakri og óvenjulegri hættu. Þegar maður fær svona mál sem dómari og lendir í þessari stöðu þá langar manni helst að ganga út af skrifstofunni, ganga í skóla og tala við þessa stráka og biðja þá í öllum Guðs lifandi bænum: Ekki fara að reykja gras! Gerið þá bara frekar eitthvað annað. En það er nú ekki þannig að maður geti gert það. Þannig að maður verður að treysta því að skólayfirvöld, foreldrar og menntayfirvöld séu að gera eitthvað í málinu. Ég er ekki alveg viss um að þau séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur þótt að ég sé ekki að vanþakka þá fræðslu sem fer fram,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að skólayfirvöld og foreldrar standi vaktina. Því virkja þurfi samtal við unga drengi um skaðsemina. „Ég held að það þurfi að smala strákum saman og taka þá út fyrir sviga því þetta er strákamál á þessum aldri. Það þarf að taka þá í sérstökum hópum og ræða við þá einslega.“Sjá má viðtalið við Skúla Magnússon í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. Mikil kannabisneysla ungmenna, sérstaklega ungra drengja, er vandamál á Íslandi eins og annars staðar á Vesturlöndum. Hefur kannabisneysla stóraukist ekki síst vegna áhrifa bandarísks afþreyingarefnis sem hefur sýnt kannabisneyslu sem hluta af eðlilegu lífi og þannig normalíserað hana. Þá er dreifing og sala kannabiss í afþreyingarskyni orðin lögleg í Kanada og í níu ríkjum Bandaríkjanna en talið er nær öruggt að þetta muni í fyllingu tímans auka neyslu á kannabisi. Í dag var greint frá því að kannabisneysla ungmenna í Hólavallagarði, gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík, hefði margfaldast að undaförnu og segir umsjónarmaður kirkjugarðsins að hún sé orðin sérstakt vandamál. Hann skrifaði áskorun til foreldra í hópi Vesturbæinga á Facebook og hvatti þá til að ræða þetta við börnin sín. „Síðustu daga hefur algjörlega keyrt um þverbak. Ekki bara að umbúðir eru út um allt heldur eru ungir drengir c.a. 15 ára farnir að mæta í garðinn fyrir hádegið og „fá sér í haus" og finnst það bara allt í lagi. Skora ég á foreldra að setjast niður með börnum sínum og aðeins ræða þessi mál,“ sagði hann. Skúli Magnússon segir að skólayfirvöld og foreldrar verði að virkja samtal við unga drengi um skaðsemi kannabisneyslu. Hann segist skynja að ekki sé nóg gert í skólakerfinu til að ræða tengsl kannabisneyslu og geðrofs.Málin eru nákvæmlega eins Skúli Magnússon hefur í starfi sínu sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur komið að miklum fjölda nákvæmlega eins mála þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðrofs sem er bein afleiðing kannabisneyslu. Skúli skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag þar sem hann varpaði fram spurningum um hvort ungir karlmenn fengju nægilega mikla fræðslu um tengsl kannabisneyslu og geðrænna vandamála. Málin sem hafa ratað til dómstóla, þar sem ungir karlmenn upp úr tvítugu eru nauðungarvistaðir eða jafnvel lögræðissviptir, eru öll eins. „Þetta voru strákar sem höfðu byrjað í kannabisneyslu 12, 13, 14 ára. Glímdu við vaxandi geðræna erfiðleika og voru komnir í geðrof með mjög alvarleg einkenni fyrir og um tvítugt. Og það þótti fyrirsjáanlegt að í flestum þessara mála væru þessir strákar með varanlega geðsjúkdóma og þyrftu stuðning og jafnvel að vera inni á lokuðum eða hálflokuðum deildum til lengri tíma og stuðning alla sína ævi,“ segir Skúli. Þessi mál hlaup á tugum árlega. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl kannabisreykinga og geðrofs og er kannabisneysla viðurkennd sem sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þróun geðklofa. „Þegar strákar á þessum aldri eru að reykja gras þá er þetta rússnesk rúlletta. Þeir eru í sérstakri og óvenjulegri hættu. Þegar maður fær svona mál sem dómari og lendir í þessari stöðu þá langar manni helst að ganga út af skrifstofunni, ganga í skóla og tala við þessa stráka og biðja þá í öllum Guðs lifandi bænum: Ekki fara að reykja gras! Gerið þá bara frekar eitthvað annað. En það er nú ekki þannig að maður geti gert það. Þannig að maður verður að treysta því að skólayfirvöld, foreldrar og menntayfirvöld séu að gera eitthvað í málinu. Ég er ekki alveg viss um að þau séu að gera allt sem í þeirra valdi stendur þótt að ég sé ekki að vanþakka þá fræðslu sem fer fram,“ segir Skúli. Hann segist vonast til þess að skólayfirvöld og foreldrar standi vaktina. Því virkja þurfi samtal við unga drengi um skaðsemina. „Ég held að það þurfi að smala strákum saman og taka þá út fyrir sviga því þetta er strákamál á þessum aldri. Það þarf að taka þá í sérstökum hópum og ræða við þá einslega.“Sjá má viðtalið við Skúla Magnússon í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira