Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2018 18:00 Mikill viðbúnaður var í New York í dag. AP/Kevin Hagen Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. Sprengjur voru sendar til heimilis hjónanna Hillary og Bill Clinton, heimilis Barack og Michelle Obama og höfuðstöðva CNN í New York í dag. Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ékki vera sprengja. Lögreglan í New York segir að um frumstæðar pípusprengjur sé að ræða. Engan sakaði vegna sendinganna. Svo virðist sem engin sprenging hafi orðið. Lífvarðarsveit forsetaembættisins uppgötvaði sprengjurnar til Clinton og Obama og bárust þær ekki til heimila þeirra. Erica Orden, fréttakona CNN, birti mynd af sprengjunni sem barst til fréttastofunnar í New York.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018 Talið er að sendingarnar tengist allar sprengjunni sem barst til George Soros í gær. Þá var pakkinn sem sendur var til CNN stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. Cuomo sagði blaðamönnum í dag að það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri sprengjur munu finnast. Hvíta húsið hefur fordæmt sendingarnar og sagði Mike Pence, varaforseti, að árásir sem þessar ættu sér ekki sess í Bandaríkjunum. Trump deildi tísti Pence og sagðist alfarið sammála.I agree wholeheartedly! https://t.co/ndzu0A30vU — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2018 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í dag að augljóst væri að um hryðjuverk væri að ræða. Árásirnar hefðu beinst gegn leiðtogum landsins og frjálsum fjölmiðlum. Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. Sprengjur voru sendar til heimilis hjónanna Hillary og Bill Clinton, heimilis Barack og Michelle Obama og höfuðstöðva CNN í New York í dag. Þar að auki barst sprengja og hvítt duft til þingkonunnar Wasserman Schultz í Flórída og grunsamlegur pakki barst til Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York. Það reyndist þó ékki vera sprengja. Lögreglan í New York segir að um frumstæðar pípusprengjur sé að ræða. Engan sakaði vegna sendinganna. Svo virðist sem engin sprenging hafi orðið. Lífvarðarsveit forsetaembættisins uppgötvaði sprengjurnar til Clinton og Obama og bárust þær ekki til heimila þeirra. Erica Orden, fréttakona CNN, birti mynd af sprengjunni sem barst til fréttastofunnar í New York.A photo I obtained of the explosive device sent to CNN. Here’s our ongoing coverage of the packages sent to the Obamas, Clintons, Soros, Holder and others: https://t.co/zDYX2AzBZYpic.twitter.com/pta18ngoXa — erica orden (@eorden) October 24, 2018 Talið er að sendingarnar tengist allar sprengjunni sem barst til George Soros í gær. Þá var pakkinn sem sendur var til CNN stílaður á John Brennan, fyrrverandi yfirmann CIA, sem er harður gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. Cuomo sagði blaðamönnum í dag að það kæmi honum ekki á óvart ef fleiri sprengjur munu finnast. Hvíta húsið hefur fordæmt sendingarnar og sagði Mike Pence, varaforseti, að árásir sem þessar ættu sér ekki sess í Bandaríkjunum. Trump deildi tísti Pence og sagðist alfarið sammála.I agree wholeheartedly! https://t.co/ndzu0A30vU — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 24, 2018 Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í dag að augljóst væri að um hryðjuverk væri að ræða. Árásirnar hefðu beinst gegn leiðtogum landsins og frjálsum fjölmiðlum.
Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira