Í tilefni þess hefur Olís verið að bjóða upp á skemmtilega leiki á Facebook þar sem silfurdrengirnir hafa verið að keppa við leikmenn í Olís-deildum karla og kvenna.
Nýjasti þátturinn sýnir Söndru Erlingsdóttur, leikstjórnanda Vals, kljást við Loga Geirsson en Logi var mjög sigurviss fyrir keppnina.
Þau áttu að henda bolta úr þyrlu, niður á jörðina og reyna að hitta í hringi. Sá leikmaður sem fengi fleiri stig myndi vinna. Einfalt.
Þessa bráðskemmtilegu keppni má sjá hér að neðan og sjón er svo sannarlega sögu ríkari.