Innlent

Ánægja með störf biskups aldrei minni

Sveinn Arnarsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm
Ánægja með störf biskups hefur ekki mælst jafn lítil frá því að mælingar hófust fyrir um 20 árum. Einungis 14 prósent eru ánægð. Um 44 prósent segjast óánægð með störf biskups en rúmlega 42 prósent hvorki ánægð né óánægð.

Ofangreint kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt könnuninni minnkar traust til þjóðkirkjunnar um tíu prósentustig milli ára. Þriðjungur aðspurðra sagðist bera fullkomið, mjög mikið eða frekar mikið traust til þjóðkirkjunnar en tæp 40 prósent alls ekkert, mjög lítið eða frekar lítið. 28 prósent sögðust hvorki bera mikið né lítið traust til þjóðkirkjunnar.

Traust til þjóðkirkjunnar hefur ekki mælst minna frá 2012 er það var 28 prósent. Þá eru 55 prósent fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju.


Tengdar fréttir

Fækkar í Þjóðkirkjunni

Færri Íslendingar eru skráðir Þjóðkirkjuna nú en áður og hefur hlutfallið lækkað um fjórðung frá aldamótum. Sóknarprestur í Laugarneskirkju segir þetta vera í takt við þróun í öðrum löndum en segir að kirkjan sinni enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu.

Biskup fór ekki að lögum við skipun Páls í embætti héraðsprests

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að biskup hefði átt að skipa Pál í embættið til fimm ára og féllst á kröfu hans um að biskup gæfi út erindisbréf Páli til handa með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×