Stíflugarðar á við 10 og 12 hæða blokkir Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun