Virkum fjárfestum fækkar Ragnar Dyer skrifar 24. október 2018 08:00 Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagleg meðalvelta á verðbréfamarkaði hefur dregist saman um nærri 30% frá 2013. Helsta ástæðan framan af var minnkandi velta á skuldabréfamarkaði, en leiðrétt fyrir vísitölu neysluverðs hafa skuldabréfaviðskipti það sem af er ári ekki verið jafn lítil síðan 2000. Ef skoðaðar eru tölur frá 2017 og það sem af er 2018, hvort heldur sem er í hlutabréfum eða skuldabréfum, er samdrátturinn um 20% milli ára. Líta má svo á að dagleg meðalvelta skráðra verðbréfa á Íslandi sé einn mælikvarði á viðskiptavilja markaðsaðila. Fleiri viðskipti, og þar með aukin velta, gefa til kynna fjölbreyttari skoðanaskipti markaðsaðila, og er auk þess einn mælikvarði á seljanleika. Markaðsverð endurspeglar því undirliggjandi áhættu betur ef veltan er meiri. Eina árið frá 2013 þar sem veltan jókst á milli ára í báðum verðbréfaflokkum var 2015, eða um 30%. Nýfjárfesting erlendra aðila í verðbréfum var kraftmikil það ár, en erlend nýfjárfesting nam um 60 milljörðum, um 90% af þeirri upphæð fór í skuldabréf. Heildarupphæð nýfjárfestingar minnkaði í 40 milljarða árið eftir, en þá fór að bera meira á hlutabréfafjárfestingum. Sama ár var tilkynnt um innflæðishöft á fjármagn sem áður hafði leitað á skuldabréfamarkaðinn. Á fyrstu 8 mánuðum þessa árs leituðu aðeins 100 milljónir af erlendu innflæði inn á skuldabréfamarkaðinn, á sama tíma komu um 11 milljarðar inn á hlutabréfamarkaðinn. Ljóst er að verulega hefur hægt á erlendu innflæði inn á verðbréfamarkað. Það er varla tilviljun að samdráttur í erlendu innflæði hafi farið saman með minnkandi veltu. Erlendar rannsóknir benda til þess að velta sé meiri á mörkuðum með erlent innflæði. Það kann að skýrast af því að eðli erlendra fjárfesta er annað en innlendra. Stærstu fjárfestarnir hér á landi eru lífeyrissjóðir sem hreyfa sig mun sjaldnar en aðrir þegar kemur að fjárfestingarákvörðunum. Þá hafa sjóðirnir einbeitt sér í auknum mæli síðastu misseri að erlendum fjárfestingum og sjóðsfélagalánum, sem dregur úr fjármagni sem leitar á íslenskan verðbréfamarkað. Samhliða hafa innlendir verðbréfa- og fjárfestingasjóðir farið minnkandi. Þetta hefur haft þau áhrif að velta innlendra stofnanafjárfesta hefur minnkað. Hlutfall erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaði er tæplega 19% um þessar mundir, en hlutfallið var rúmlega 25% árið 2017 eftir ágætis aukningu milli ára. Fór það hæst árið 2007 þegar hlutfallið var tæplega 39%, ekki ósvipað og á Norðurlöndunum í dag. Minnkandi hlutfall erlendra fjárfesta hefur þannig dregið úr hlutfalli virkra fjárfesta á markaðnum, samhliða því sem stórir innlendir fjárfestir hafa dregið úr viðskiptum sínum. Þá hefur hlutabréfaeign almennings lítið breyst frá 2010, þegar hlutfallið minnkaði í 4,5%, en meiri virkni fylgir oft á tíðum minni fjárfestum. Hlutfallið var rúmlega 13% að meðaltali 2002-2007. Minni velta á hlutabréfamörkuðum getur þó einnig verið birtingarmynd þess að dregið hafi úr áhuga fjárfesta sökum lélegrar ávöxtunar. Uppgjör þó nokkurra fyrirtækja hafa valdið vonbrigðum að undanförnu auk þess sem stærð hlutabréfamarkaðarins og fjöldi skráðra fyrirtækja er umhugsunarefni. Margir fjárfestar treysta sér aðeins til að eiga ákveðið hlutfall í hverju fyrirtæki sökum áhættu. Því er fyrir öllu að fá fjölbreyttari fjárfestaflóru inn á íslenskan verðbréfamarkað. Fjölga þarf virkum fjárfestum ef tryggja á eðlilega verðmyndun á fjármálamörkuðum hér á landi. Víða erlendis er litið á aðkomu erlendra fjárfesta sem styrkleikamerki – til marks um traust þeirra á hagkerfinu. Auk þess fylgir slíkum fjárfestum agi, þar sem erlendir sjóðir starfa oftast nær eftir ströngum fjárfestingaskilyrðum. Þannig getur aðkoma þeirra stutt við framþróun fjármálakerfisins hér á landi. Að sama skapi þarf að leita leiða til virkja betur innlenda fjárfesta. Banka- og fjármálakerfið þarf að koma betur til móts við einstaka fjárfesta með lausnum sem henta nýjum fjárfestingarveruleika. Nánar verður fjallað um slíkar lausnir í næstu greinum á vegum Kviku og Júpíter.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun