Aldrei verið meiri velsæld heldur en eftir að allir urðu „aumingjar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2018 12:52 Daði Rafnsson er fyrrverandi yfirþjálfari barna- og unglinga hjá Breiðabliki. Daði Rafnsson, doktorsnemi í íþróttasálfræði og fyrrum yfirþjálfari Breiðabliks, segir þátttökumedalíur frekar geta haft jákvæð en neikvæð áhrif. Það sé hins vegar með þetta eins og svo margt annað þegar kemur að íþróttum að frekari rannsókn sé þörf. Daði var gestur í Brennslunni í morgun þar sem íþróttir barna og viðurkenningar fyrir þátttöku á þeim voru til umræðu. Símamóti Breiðabliks lauk um helgina þar sem á þriðja þúsund stúlkur kepptu í knattspyrnu. Mótið er það fjölmennasta í íþróttinni hér á landi, fer fram í Kópavogi og fá allir þátttakendur verðlaunapening, sem jafnvel er afhentur áður en keppni hefst. Verðlaunapeningurinn fylgir með þátttökupakka sem öll lið fá afhent í upphafi móts. Misjafnt er hvort iðkendur séu alla helgina og fólk fari á ólíkum tímum heim. „Að ósk foreldra fyrir nokkrum árum var farið að afhenda medalíurnar með þátttökupakka sem krakkarnir fá. Medalían í þeim pakka, sem að foreldrar eða liðsstjórar afhenda svo að eigin frumkvæði hvenær sem þær vilja.“ Sýnist sitt hverjum um tilgang þátttökumedalía og spurði landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason meðal annars í gær hversu langt væri þar til allir á HM í fótbolta fengu medalíur fyrir að taka þátt. Daði skrifaði pistil á Facebook í gær, innblásinn að einhverju leyti af tísti Elmars. Fjölmörgum líkaði skrif Elmars, þeirra á meðal þingkonunni Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Ara Frey Skúlasyni, kollega Elmars í landsliðinu, Katrínu Atladóttur borgarfulltrúa og Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni svo einhverjir séu nefndir. Umræðan um þátttökumedalíur er ekki ný af nálinni og sýnist sitt hverjum.Hvað er langt þangað til að það verður bannað að keppa á HM og allir fá bikar og medalíur fyrir að taka þátt? Getum ekki látið fólk ganga í gegnum sorgina sem fylgir því að landið þeirra detti úr leik..— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 15, 2018 „Ég hef þjálfað krakka sem höfðu náttúrulega hæfileika til jafns við aðra en áttu ekki það bakland sem gefur forskot, foreldra sem koma á leiki, borga aukaæfingar, skutla og kaupa takkaskó. Krakka sem elda sjálfir, koma sér sjálfir á æfingar, taka áætlunarrútur á mót í Keflavík þegar liðsfélögunum er skutlað. Krakka sem lifa af aðstæður sem myndu brjóta aðra niður og sigrast á raunveruleikanum. Það væri alveg hreint ótrúlega gaman að fá landsliðsmenn og atvinnumenn á æfingar hjá slíku barni til að segja við það að það sé ekki sigurvegari þótt það fái eina litla medalíu sem viðurkenningu fyrir að taka þátt í íþróttinni sem veitir því gleði og gerði þá efnaða og fræga,“ sagði Daði í niðurlagi pistilsins þar sem hann ræddi um ólíkt áhrif verðlaunapeninga. „Þeir skipta meira máli fyrir þá sem eru að kvarta yfir þessu en þá sem eru að fá þetta,“ sagði Daði í Brennslunni í morgun. Það séu fáir krakkar sem rugli saman þátttökumedalíu við það að vinna mót. „Það vita allir hverjir eru í A liði, hverjir eru nýbyrjaðir og hverjir eru í fótbolta því þar fá þeir mögulega alúð og athygli sem þá skortir heima fyrir. Þátttökumedalían segir ekki að allir séu jafnir og skulu fá jafna útkomu fyrir ójafnt framlag. Það er hvergi þannig í raun og veru. Þeir sem skara framúr fá verðlaunamedalíur, bikara, unglingalandsliðssæti, fleiri áhorfendur, meiri athygli, fleiri tækifæri til að sanna sig. En þátttökumedalíur geta verið jákvæður hvati fyrir fullt af krökkum sem fá sjaldan hrós, er ekki hampað og þurfa að vera í íþróttum á eigin forsendum.Hafa verði í huga að knattspyrna barna sé ekki knattspyrna barna. Börn séu ekki litlir fullorðnir. Engu að síður séu þátttökuverðlaun úti um allt samfélag og einskorðist ekki við börn. Þau þekkist í Reykjavíkurmaraþoninu, WOW cyclothon og reyndar líka við HM í fótbolta þar sem allir leikmenn fá viðurkenningu í formi Louis Vutton veskis. Hann minnir á að börn séu misþroska. Á Símamótinu séu stelpur sem gætu verið 15 ára á að giska miðað við vöxt og aðrar tíu ára. Þátttökuverðlaun skipti suma litlu máli en aðra einhverju. Þau séu ekki ábyrg fyrir allsherjar aumingjavæðingu. „Stundum heyrist talað um að aumingjavæðing sé að fara illa með allt ungviðið okkar. Yfirleitt heyrist það frá karlmönnum, ungum sem öldnum sem hafa áhyggjur af því að ekkert megi nú lengur og að allir séu svo ofboðslega viðkvæmir fyrir öllu. En þrátt fyrir alla aumingjavæðinguna hefur líklega aldrei verið betra að alast upp á Íslandi. Og líklega fáir staðir í sögunni sem bjóða ungu fólki upp á jafn mörg tækifæri. Þessir aumingjans ofvernduðu krakkar hafa hvorki migið í saltan sjó né skipt um dekk og ætlast til að fá allt upp í hendurnar. En þau komast samt á EM og HM í fótbolta sem eldri kynslóðum tókst ekki. Aðrir eru tilnefndir til Grammy verðlauna eða sigra Evrópumót í frjálsum eða fimleikum. U16 ára landslið kvenna vann Þjóðverja í fyrsta sinn um daginn jafnvel þótt að ungir karlmenn sem eru hættir í fótbolta þrátt fyrir að þeim hafi verið skutlað á flestar æfingar hafi miklar áhyggjur af því að þær hafi fengið þátttökumedalíur þegar þær voru yngri.“Pistil Daða í heild sinni má sjá hér að neðan eða á Facebook-síðu Daða þar sem töluverð umræða hefur skapast um málið.Pistillinn í heild Langar að leggja orð í belg um gamlan draug sem deyr seint, vaknar alltaf upp við barna og unglingamót sumarsins og kemur meðal annars fram í meðfylgjandi tísti. 1. Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna. 2. Reynsluheimur barnsins er ekki eins og fullorðinna 3. Þátttökuverðlaun skipta suma litlu máli og aðra einhverju en eru ekki ábyrg fyrir allsherjar aumingjavæðingu 4. Ísland hefur aldrei náð betri árangri í fótbolta og hér hefur aldrei verið meiri velsæld heldur en eftir að allir urðu aumingjar Allir sem kunna sitt fag vita að prósessinn skiptir meiru en tímabundin úrslit. Það var nákvæmlega það sem Heimir Hallgríms sagði fyrir HM, að íslensk knattspyrna stendur ekki og fellur með einu HM. Ef markmið þitt er að ala upp afreksfólk í knattspyrnu þarf það að einblína á prósessinn, og í honum felst að stundum vinnur maður og stundum tapar maður og það er lærdómur báðum megin. Í íslenskri barnaknattspyrnu keppum við til sigurs og reynum að verða betri. Við þjálfarar höfum lagt mikið á okkur til að koma því þannig að sem flestir spili jafningjaleiki og að krakkar læri að keppa að því að ná árangri. Og þar liggur stóri vandinn, í að börn eru misþroska andlega og líkamlega og því erfitt að bera árangur þeirra saman eins og hjá fullorðnum sem hafa tekið út amk. líkamlegan þroska. En þetta hafa félögin, mótsstjórar og þjálfarar reynt að laga og betrumbæta, t.d. með mótskerfinu sem er spilað nú í t.d. Eyjum, Símamótinu og N1 mótinu. Þannig að allir geti spilað til sigurs í leikjum sem reyna á þá. Enn er víða margt hægt að bæta í þessum efnum, sérstaklega á Íslandsmótum. Það eru fáir krakkar sem rugla saman þátttökumedalíu við það að vinna mót. Það vita allir hverjir eru í A liði, hverjir eru nýbyrjaðir og hverjir eru í fótbolta því þar fá þeir mögulega alúð og athygli sem þá skortir heima fyrir. Þátttökumedalían segir ekki að allir séu jafnir og skulu fá jafna útkomu fyrir ójafnt framlag. Það er hvergi þannig í raun og veru. Þeir sem skara framúr fá verðlaunamedalíur, bikara, unglingalandsliðssæti, fleiri áhorfendur, meiri athygli, fleiri tækifæri til að sanna sig. En þátttökumedalíur geta verið jákvæður hvati fyrir fullt af krökkum sem fá sjaldan hrós, er ekki hampað og þurfa að vera í íþróttum á eigin forsendum. Þótt þátttökumedalíur séu jafnvel afhentar fyrir mót hef ég ekki enn hitt neinn krakka sem leggur sig ekki 100% fram á mótinu vegna þessa. Og ég hef þjálfað ótrúlega mikið af krökkum. Sumir líta mögulega út fyrir að vera ekki að teygja sig í boltann eins og leikmaður á lokamínútum jafns leiks á HM en þekktir þú sögu þeirra myndir þú skilja að vera þeirra á mótinu er sigur í sjálfu sér. Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi, ekki bara útaf leiknum sjálfum heldur út af menningunni sem leyfir öllum að vera með og njóta á eigin forsendum. Við þjálfarar vitum að þú getur verið í Íslandsmeistaraliði upp alla yngri flokka og verið hættur fyrir tvítugt. Við vitum að sögurnar af þeim sem náðu toppárangri segja aðeins þeirra sögu en ekki allra sem reyndu jafn mikið og jafnvel meira en náðu ekki í gegn. Sum af sigursælustu barnaliðum Íslands hafa ekki skilað einum einasta krakka upp í topp-meistaraflokk, hvað þá landslið. Sumt af okkar helsta afreksfólki náði sjaldan á pall sem krakkar. Við vitum að það þarf hæfileika, dug og kjark en líka tækifæri, heppni og fullt af fólki á bakvið þá sem ná alla leið. Það að einhver nái árangri á sér yfirleitt flóknar skýringar og engin uppskrift er eins. Það hvað megi telja árangur er einnig umdeilanlegt. Var silfurmedalían á Ólympíuleikunum 2008 eitthvað annað en þátttökumedalía? Voru það ekki Frakkar sem unnu mótið, stóðu upp sem sigurvegarar? Ég sjálfur er ósammála þannig túlkun, því árangur veltur alltaf á samhengi. Hér skal svo ekki gert lítið úr þeim vanda sem regnhlífauppeldi getur gert. En sumt af okkar helsta afreksfólki hefur beinlínist alist upp með regnhlíf plús fallhlíf frá foreldrum sínum í farteskinu. Það hver nær í gegn í lífinu er margslungið og flókið og tveir af síðustu þremur forsetum Bandaríkjanna komust inn í Harvard og Yale vegna peninga og tengsla foreldra sinna. Stundum heyrist talað um að aumingjavæðing sé að fara illa með allt ungviðið okkar. Yfirleitt heyrist það frá karlmönnum, ungum sem öldnum sem hafa áhyggjur af því að ekkert megi nú lengur og að allir séu svo ofboðslega viðkvæmir fyrir öllu. En þrátt fyrir alla aumingjavæðinguna hefur líklega aldrei verið betra að alast upp á Íslandi. Og líklega fáir staðir í sögunni sem bjóða ungu fólki upp á jafn mörg tækifæri. Þessir aumingjans ofvernduðu krakkar hafa hvorki migið í saltan sjó né skipt um dekk og ætlast til að fá allt upp í hendurnar. En þau komast samt á EM og HM í fótbolta sem eldri kynslóðum tókst ekki. Aðrir eru tilnefndir til Grammy verðlauna eða sigra Evrópumót í frjálsum eða fimleikum. U16 ára landslið kvenna vann Þjóðverja í fyrsta sinn um daginn jafnvel þótt að ungir karlmenn sem eru hættir í fótbolta þrátt fyrir að þeim hafi verið skutlað á flestar æfingar hafi miklar áhyggjur af því að þær hafi fengið þátttökumedalíur þegar þær voru yngri. Ég hef þjálfað krakka sem höfðu náttúrulega hæfileika til jafns við aðra en áttu ekki það bakland sem gefur forskot, foreldra sem koma á leiki, borga aukaæfingar, skutla og kaupa takkaskó. Krakka sem elda sjálfir, koma sér sjálfir á æfingar, taka áætlunarrútur á mót í Keflavík þegar liðsfélögunum er skutlað. Krakka sem lifa af aðstæður sem myndu brjóta aðra niður og sigrast á raunveruleikanum. Það væri alveg hreint ótrúlega gaman að fá landsliðsmenn og atvinnumenn á æfingar hjá slíku barni til að segja við það að það sé ekki sigurvegari þótt það fái eina litla medalíu sem viðurkenningu fyrir að taka þátt í íþróttinni sem veitir því gleði og gerði þá efnaða og fræga. Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Daði Rafnsson, doktorsnemi í íþróttasálfræði og fyrrum yfirþjálfari Breiðabliks, segir þátttökumedalíur frekar geta haft jákvæð en neikvæð áhrif. Það sé hins vegar með þetta eins og svo margt annað þegar kemur að íþróttum að frekari rannsókn sé þörf. Daði var gestur í Brennslunni í morgun þar sem íþróttir barna og viðurkenningar fyrir þátttöku á þeim voru til umræðu. Símamóti Breiðabliks lauk um helgina þar sem á þriðja þúsund stúlkur kepptu í knattspyrnu. Mótið er það fjölmennasta í íþróttinni hér á landi, fer fram í Kópavogi og fá allir þátttakendur verðlaunapening, sem jafnvel er afhentur áður en keppni hefst. Verðlaunapeningurinn fylgir með þátttökupakka sem öll lið fá afhent í upphafi móts. Misjafnt er hvort iðkendur séu alla helgina og fólk fari á ólíkum tímum heim. „Að ósk foreldra fyrir nokkrum árum var farið að afhenda medalíurnar með þátttökupakka sem krakkarnir fá. Medalían í þeim pakka, sem að foreldrar eða liðsstjórar afhenda svo að eigin frumkvæði hvenær sem þær vilja.“ Sýnist sitt hverjum um tilgang þátttökumedalía og spurði landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason meðal annars í gær hversu langt væri þar til allir á HM í fótbolta fengu medalíur fyrir að taka þátt. Daði skrifaði pistil á Facebook í gær, innblásinn að einhverju leyti af tísti Elmars. Fjölmörgum líkaði skrif Elmars, þeirra á meðal þingkonunni Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Ara Frey Skúlasyni, kollega Elmars í landsliðinu, Katrínu Atladóttur borgarfulltrúa og Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni svo einhverjir séu nefndir. Umræðan um þátttökumedalíur er ekki ný af nálinni og sýnist sitt hverjum.Hvað er langt þangað til að það verður bannað að keppa á HM og allir fá bikar og medalíur fyrir að taka þátt? Getum ekki látið fólk ganga í gegnum sorgina sem fylgir því að landið þeirra detti úr leik..— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) July 15, 2018 „Ég hef þjálfað krakka sem höfðu náttúrulega hæfileika til jafns við aðra en áttu ekki það bakland sem gefur forskot, foreldra sem koma á leiki, borga aukaæfingar, skutla og kaupa takkaskó. Krakka sem elda sjálfir, koma sér sjálfir á æfingar, taka áætlunarrútur á mót í Keflavík þegar liðsfélögunum er skutlað. Krakka sem lifa af aðstæður sem myndu brjóta aðra niður og sigrast á raunveruleikanum. Það væri alveg hreint ótrúlega gaman að fá landsliðsmenn og atvinnumenn á æfingar hjá slíku barni til að segja við það að það sé ekki sigurvegari þótt það fái eina litla medalíu sem viðurkenningu fyrir að taka þátt í íþróttinni sem veitir því gleði og gerði þá efnaða og fræga,“ sagði Daði í niðurlagi pistilsins þar sem hann ræddi um ólíkt áhrif verðlaunapeninga. „Þeir skipta meira máli fyrir þá sem eru að kvarta yfir þessu en þá sem eru að fá þetta,“ sagði Daði í Brennslunni í morgun. Það séu fáir krakkar sem rugli saman þátttökumedalíu við það að vinna mót. „Það vita allir hverjir eru í A liði, hverjir eru nýbyrjaðir og hverjir eru í fótbolta því þar fá þeir mögulega alúð og athygli sem þá skortir heima fyrir. Þátttökumedalían segir ekki að allir séu jafnir og skulu fá jafna útkomu fyrir ójafnt framlag. Það er hvergi þannig í raun og veru. Þeir sem skara framúr fá verðlaunamedalíur, bikara, unglingalandsliðssæti, fleiri áhorfendur, meiri athygli, fleiri tækifæri til að sanna sig. En þátttökumedalíur geta verið jákvæður hvati fyrir fullt af krökkum sem fá sjaldan hrós, er ekki hampað og þurfa að vera í íþróttum á eigin forsendum.Hafa verði í huga að knattspyrna barna sé ekki knattspyrna barna. Börn séu ekki litlir fullorðnir. Engu að síður séu þátttökuverðlaun úti um allt samfélag og einskorðist ekki við börn. Þau þekkist í Reykjavíkurmaraþoninu, WOW cyclothon og reyndar líka við HM í fótbolta þar sem allir leikmenn fá viðurkenningu í formi Louis Vutton veskis. Hann minnir á að börn séu misþroska. Á Símamótinu séu stelpur sem gætu verið 15 ára á að giska miðað við vöxt og aðrar tíu ára. Þátttökuverðlaun skipti suma litlu máli en aðra einhverju. Þau séu ekki ábyrg fyrir allsherjar aumingjavæðingu. „Stundum heyrist talað um að aumingjavæðing sé að fara illa með allt ungviðið okkar. Yfirleitt heyrist það frá karlmönnum, ungum sem öldnum sem hafa áhyggjur af því að ekkert megi nú lengur og að allir séu svo ofboðslega viðkvæmir fyrir öllu. En þrátt fyrir alla aumingjavæðinguna hefur líklega aldrei verið betra að alast upp á Íslandi. Og líklega fáir staðir í sögunni sem bjóða ungu fólki upp á jafn mörg tækifæri. Þessir aumingjans ofvernduðu krakkar hafa hvorki migið í saltan sjó né skipt um dekk og ætlast til að fá allt upp í hendurnar. En þau komast samt á EM og HM í fótbolta sem eldri kynslóðum tókst ekki. Aðrir eru tilnefndir til Grammy verðlauna eða sigra Evrópumót í frjálsum eða fimleikum. U16 ára landslið kvenna vann Þjóðverja í fyrsta sinn um daginn jafnvel þótt að ungir karlmenn sem eru hættir í fótbolta þrátt fyrir að þeim hafi verið skutlað á flestar æfingar hafi miklar áhyggjur af því að þær hafi fengið þátttökumedalíur þegar þær voru yngri.“Pistil Daða í heild sinni má sjá hér að neðan eða á Facebook-síðu Daða þar sem töluverð umræða hefur skapast um málið.Pistillinn í heild Langar að leggja orð í belg um gamlan draug sem deyr seint, vaknar alltaf upp við barna og unglingamót sumarsins og kemur meðal annars fram í meðfylgjandi tísti. 1. Knattspyrna barna er ekki knattspyrna fullorðinna. 2. Reynsluheimur barnsins er ekki eins og fullorðinna 3. Þátttökuverðlaun skipta suma litlu máli og aðra einhverju en eru ekki ábyrg fyrir allsherjar aumingjavæðingu 4. Ísland hefur aldrei náð betri árangri í fótbolta og hér hefur aldrei verið meiri velsæld heldur en eftir að allir urðu aumingjar Allir sem kunna sitt fag vita að prósessinn skiptir meiru en tímabundin úrslit. Það var nákvæmlega það sem Heimir Hallgríms sagði fyrir HM, að íslensk knattspyrna stendur ekki og fellur með einu HM. Ef markmið þitt er að ala upp afreksfólk í knattspyrnu þarf það að einblína á prósessinn, og í honum felst að stundum vinnur maður og stundum tapar maður og það er lærdómur báðum megin. Í íslenskri barnaknattspyrnu keppum við til sigurs og reynum að verða betri. Við þjálfarar höfum lagt mikið á okkur til að koma því þannig að sem flestir spili jafningjaleiki og að krakkar læri að keppa að því að ná árangri. Og þar liggur stóri vandinn, í að börn eru misþroska andlega og líkamlega og því erfitt að bera árangur þeirra saman eins og hjá fullorðnum sem hafa tekið út amk. líkamlegan þroska. En þetta hafa félögin, mótsstjórar og þjálfarar reynt að laga og betrumbæta, t.d. með mótskerfinu sem er spilað nú í t.d. Eyjum, Símamótinu og N1 mótinu. Þannig að allir geti spilað til sigurs í leikjum sem reyna á þá. Enn er víða margt hægt að bæta í þessum efnum, sérstaklega á Íslandsmótum. Það eru fáir krakkar sem rugla saman þátttökumedalíu við það að vinna mót. Það vita allir hverjir eru í A liði, hverjir eru nýbyrjaðir og hverjir eru í fótbolta því þar fá þeir mögulega alúð og athygli sem þá skortir heima fyrir. Þátttökumedalían segir ekki að allir séu jafnir og skulu fá jafna útkomu fyrir ójafnt framlag. Það er hvergi þannig í raun og veru. Þeir sem skara framúr fá verðlaunamedalíur, bikara, unglingalandsliðssæti, fleiri áhorfendur, meiri athygli, fleiri tækifæri til að sanna sig. En þátttökumedalíur geta verið jákvæður hvati fyrir fullt af krökkum sem fá sjaldan hrós, er ekki hampað og þurfa að vera í íþróttum á eigin forsendum. Þótt þátttökumedalíur séu jafnvel afhentar fyrir mót hef ég ekki enn hitt neinn krakka sem leggur sig ekki 100% fram á mótinu vegna þessa. Og ég hef þjálfað ótrúlega mikið af krökkum. Sumir líta mögulega út fyrir að vera ekki að teygja sig í boltann eins og leikmaður á lokamínútum jafns leiks á HM en þekktir þú sögu þeirra myndir þú skilja að vera þeirra á mótinu er sigur í sjálfu sér. Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi, ekki bara útaf leiknum sjálfum heldur út af menningunni sem leyfir öllum að vera með og njóta á eigin forsendum. Við þjálfarar vitum að þú getur verið í Íslandsmeistaraliði upp alla yngri flokka og verið hættur fyrir tvítugt. Við vitum að sögurnar af þeim sem náðu toppárangri segja aðeins þeirra sögu en ekki allra sem reyndu jafn mikið og jafnvel meira en náðu ekki í gegn. Sum af sigursælustu barnaliðum Íslands hafa ekki skilað einum einasta krakka upp í topp-meistaraflokk, hvað þá landslið. Sumt af okkar helsta afreksfólki náði sjaldan á pall sem krakkar. Við vitum að það þarf hæfileika, dug og kjark en líka tækifæri, heppni og fullt af fólki á bakvið þá sem ná alla leið. Það að einhver nái árangri á sér yfirleitt flóknar skýringar og engin uppskrift er eins. Það hvað megi telja árangur er einnig umdeilanlegt. Var silfurmedalían á Ólympíuleikunum 2008 eitthvað annað en þátttökumedalía? Voru það ekki Frakkar sem unnu mótið, stóðu upp sem sigurvegarar? Ég sjálfur er ósammála þannig túlkun, því árangur veltur alltaf á samhengi. Hér skal svo ekki gert lítið úr þeim vanda sem regnhlífauppeldi getur gert. En sumt af okkar helsta afreksfólki hefur beinlínist alist upp með regnhlíf plús fallhlíf frá foreldrum sínum í farteskinu. Það hver nær í gegn í lífinu er margslungið og flókið og tveir af síðustu þremur forsetum Bandaríkjanna komust inn í Harvard og Yale vegna peninga og tengsla foreldra sinna. Stundum heyrist talað um að aumingjavæðing sé að fara illa með allt ungviðið okkar. Yfirleitt heyrist það frá karlmönnum, ungum sem öldnum sem hafa áhyggjur af því að ekkert megi nú lengur og að allir séu svo ofboðslega viðkvæmir fyrir öllu. En þrátt fyrir alla aumingjavæðinguna hefur líklega aldrei verið betra að alast upp á Íslandi. Og líklega fáir staðir í sögunni sem bjóða ungu fólki upp á jafn mörg tækifæri. Þessir aumingjans ofvernduðu krakkar hafa hvorki migið í saltan sjó né skipt um dekk og ætlast til að fá allt upp í hendurnar. En þau komast samt á EM og HM í fótbolta sem eldri kynslóðum tókst ekki. Aðrir eru tilnefndir til Grammy verðlauna eða sigra Evrópumót í frjálsum eða fimleikum. U16 ára landslið kvenna vann Þjóðverja í fyrsta sinn um daginn jafnvel þótt að ungir karlmenn sem eru hættir í fótbolta þrátt fyrir að þeim hafi verið skutlað á flestar æfingar hafi miklar áhyggjur af því að þær hafi fengið þátttökumedalíur þegar þær voru yngri. Ég hef þjálfað krakka sem höfðu náttúrulega hæfileika til jafns við aðra en áttu ekki það bakland sem gefur forskot, foreldra sem koma á leiki, borga aukaæfingar, skutla og kaupa takkaskó. Krakka sem elda sjálfir, koma sér sjálfir á æfingar, taka áætlunarrútur á mót í Keflavík þegar liðsfélögunum er skutlað. Krakka sem lifa af aðstæður sem myndu brjóta aðra niður og sigrast á raunveruleikanum. Það væri alveg hreint ótrúlega gaman að fá landsliðsmenn og atvinnumenn á æfingar hjá slíku barni til að segja við það að það sé ekki sigurvegari þótt það fái eina litla medalíu sem viðurkenningu fyrir að taka þátt í íþróttinni sem veitir því gleði og gerði þá efnaða og fræga.
Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira