Pútín lét Trump bíða eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 10:20 Vladímír Pútín strýkur hér heimsmeistarabikarnum sem Frökkum var afhent í gærkvöldi. Vísir/getty Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018 Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018
Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00