Pútín lét Trump bíða eftir sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2018 10:20 Vladímír Pútín strýkur hér heimsmeistarabikarnum sem Frökkum var afhent í gærkvöldi. Vísir/getty Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018 Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. Pútín og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, funda í Finnlandi í dag. Fulltrúar beggja ríkja vonast til þess að fundurinn verði til að bæta samskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu. Báðar sendinefndir eru sammála um að þau hafi ekki verið jafn slæm í áraraðir.We agree https://t.co/7l087Qwmj3— MFA Russia (@mfa_russia) July 16, 2018 Trump kom til Helsinki í morgun en hann hefur varið síðustu dögum í opinberri heimsókn í Bretlandi. Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun. Fyrirhugað var að Rússlandsforseti yrði lentur um klukkan 9 og seinkaði honum því um klukkustund. Það er ekki eins og hann hafi þurft að ferðast langa vegalengd, Pútín var í Moskvu í gærkvöldi til að vera viðstaddur úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Flugið frá Moskvu til Helsinki tekur að meðaltali eina klukkustund og 40 mínútur.Sjá einnig: Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við PútínBlaðamenn ytra greina frá því að Trump hafi vegna þessa þurft að hírast á hóteli sínu meðan hann beið eftir Pútín. Formleg dagskrá fundarins átti að hefjast núna klukkan 10 og fyrirhugað var að forsetarnir myndu halda blaðamannafund eftir hádegi. Hvort þeim fundi seinki vegna þessara vendinga er óljóst á þessari stundu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, hefur ekki viljað tjá sig um seinkunina. Stjórnmálaskýrendur segja að þetta sé allt eftir bókinni. Pútín sé alræmdur fyrir að láta aðra þjóðarleiðtoga bíða eftir sér. Þetta sé einfaldlega úrræði sem Pútín beiti til að auka mikilvægi sitt. Til að mynda lét hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, bíða eftir sér í rúmar 4 klukkustundir árið 2014, álíka lengi og Viktor Janúkovitsj, forseta Úkraínu, árið 2012. Sem fyrr segir lét hann Trump bíða í næstum klukkustund. Ratar hann því mitt á milli Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands (1 klukkustund) og Frans páfa (50 mínútur).Wondering how Donald Trump stacks up on being made to wait by Putin?Putin is current about 55 minutes late landing in Helsinki, taking him past Pope Francis (50 mins) and approaching Modi (1 hour). Things get bad at Lukashenka (3 hours) and Merkel (4 hours 15 min). pic.twitter.com/zyfvYazsjk— Andrew Roth (@Andrew__Roth) July 16, 2018
Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00