Erlent

22 börn drukknuðu í slysi á Níl

Atli Ísleifsson skrifar
Nílarfljót er um 6,853 kílómetrar að lengd og rennur um ellefu ríki.
Nílarfljót er um 6,853 kílómetrar að lengd og rennur um ellefu ríki.
Að minnsta kosti 22 börn drukknuðu þegar bátur með á fimmta tug manna sökk á Nílarfljóti í Súdan í dag. Frá þessu greinir ríkisfjölmiðillinn Suna.

Björgunarlið var að störfum í allan dag, en flestir um borð í bátnum voru ungir nemendur. Reuters  segir einnig frá því að vitað sé til að fullorðin kona hafi einnig verið í hópi þeirra sem drukknuðu.

Slysið varð um 750 kílómetrum norður af höfuðborginni Kartúm. Að sögn Suna missti báturinn afl á straumþungum stað í fljótinu, en honum var stefnt til bæjarins Kabna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×