Fjöldi brúa sem uppfyllir ekki reglur um burðarþol og öryggi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 22:00 Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Enn er fjöldi einbreiðra brúa á hringveginum sem uppfylla ekki reglur um burðarþol og umferðaröryggi. Vegagerðin sér um eftirlitið og eru brýrnar skoðaðar á þriggja til fimm ára fresti. Á heimasíðu Vegagerðarinnar stendur að „margar einbreiðar brýr [uppfylli] ekki reglur nútímans hvað varðar burðarþol og umferðaröryggi. Þá hafa hlýnun jarðar og veðrabrigði stuðlað að auknu rofi við brýr og tilfærslu efnis þ.a. árfarvegir hafa dýpkað verulega á mörgum stöðum. Mjög lítil endurnýjun hefur verið á brúm undanfarin ár og mörg stór verkefni bíða úrlausnar sem tengjast rofvörnum við eldri brýr, viðhaldi varnargarða og endurbótum á undirstöðum.“ Samtök iðnaðarins hafa bent á að með vexti ferðaþjónustunnar fylgi mikil aukning umferðar um vegi landsins og yfir brýr og þá sé hætta sem fylgir einbreiðum brúm. Vegagerðin hefur umsjón með 1.200 brúm á landinu og þar af eru hátt í 700 einbreiðar brýr og hátt á annað hundrað eru eldri en 60 ára. 39 þeirra eru á hringveginum.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Vísir/SigurjónAukning umferðar Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, segir íslenskar brýr almennt í ágætu ástandi. Hann telur allar brýr hér öruggar. „Umferðin hefur aukist verulega á síðustu árum. Það hefur verið mikið átak á síðustu 10 til 20 ára að fækka einbreiðum brúm. Eftir því sem umferðin eykst aukast líkur á umferðaróhöppum. Fyrst og fremst ástæðan fyrir því að þær mæta ekki kröfum er að það er krafa um öruggari vegi vegna aukinnar umferðar,” segir hann. Hann segir auknar fjárveitingar hafa verið síðustu tvö ár til breikkunar brúa og líkur eru á því að þeim fækki á næstu árum. Gert sé ráð fyrir þessu í samgönguátælun sem kemur fyrir þing næsta haust.Hafa brýr hrunið á Íslandi? „Já, já þær hafa gert það. Síðustu ár hafa óþarflega margar brotnað og hrunið. Steinavötnum síðastliðið haust, eftir aftakarigningar laskaðist sú brú. Brúin yfir Eldvatn sem stóð af sér Skaftárhlaup númer tvö á dögunum. Hún er með skerta burðargetu eftir miklar skemmdir. Brú í Vatnsdal sem hrundi undan of þungum bíl, brú á Múlakvísl. Náttúruhamfarir og aftaka veðuratburðir sem valda því að brýr hrynja eða skemmast og eru ekki nothæfar,” segir hann.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira