Um græðgi og grátkóra
Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn.
Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum.
Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar.
Skoðun
Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga
Reynir Böðvarsson skrifar
Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Svanur Guðmundsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar
Pólitíkin þá og nú
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar
Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Gagnlegar símarettur
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis
Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar
Gerviverkalýðsfélagið Efling
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar