Sjaldgæfur hvítur hrossagaukur spókar sig um í Vestmannaeyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2018 08:30 Hrossagaukurinn hleypti ljósmyndara nálægt. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson „Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Sjálfur kveðst Ólafur aldrei hafa séð hrossagauk sem var albínói. „Þeir eru mjög sjaldgæfir,“ segir hann. „Ég man ekki eftir hrossagauk sem algjörum hvítingja. Ég hef séð hrossagauk þar sem vantar litarefni í þá en þetta virðist vera alger hvítingi.“ Ólafur segir að um fullvaxinn hrossagauk sé að ræða. Fátítt sé að fuglar sem eru albínóar komist upp og verði kynþroska því litarleysið geri þeim erfitt fyrir. „Þeir standa höllum fæti; eiga erfitt með að leynast af því að þeir eru ekki í felubúningi eins og félagar þeirra og leynast ekki á hreiðri,“ útskýrir hann. Óskar P. Friðriksson kom auga á hrossagaukinn og náði myndum af fuglinum þar sem hann spígsporaði nærri runnum við Hamarsveg í byggðinni vestast á Heimaey. „Fuglinn var rólegur og komst ég upp að honum, allt að einum og hálfum metra,“ segir Óskar. Hann hafi heyrt að albínóar hafi áður komið úr hreiðri hrossagaukspars við Vestmannaeyjaflugvöll. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er hrossagaukur og þetta er albínói,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, um alhvíta fuglinn sem varð á vegi Óskars P. Friðrikssonar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Sjálfur kveðst Ólafur aldrei hafa séð hrossagauk sem var albínói. „Þeir eru mjög sjaldgæfir,“ segir hann. „Ég man ekki eftir hrossagauk sem algjörum hvítingja. Ég hef séð hrossagauk þar sem vantar litarefni í þá en þetta virðist vera alger hvítingi.“ Ólafur segir að um fullvaxinn hrossagauk sé að ræða. Fátítt sé að fuglar sem eru albínóar komist upp og verði kynþroska því litarleysið geri þeim erfitt fyrir. „Þeir standa höllum fæti; eiga erfitt með að leynast af því að þeir eru ekki í felubúningi eins og félagar þeirra og leynast ekki á hreiðri,“ útskýrir hann. Óskar P. Friðriksson kom auga á hrossagaukinn og náði myndum af fuglinum þar sem hann spígsporaði nærri runnum við Hamarsveg í byggðinni vestast á Heimaey. „Fuglinn var rólegur og komst ég upp að honum, allt að einum og hálfum metra,“ segir Óskar. Hann hafi heyrt að albínóar hafi áður komið úr hreiðri hrossagaukspars við Vestmannaeyjaflugvöll.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira