Bandaríkjaforseti kallar fyrrverandi starfsmann sinn „hund“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2018 13:14 Á upptöku af símtali heyrist Trump segja Omarosu að hann hafi ekki vitað af því að Kelly starfsmannastjóri hafi ætlað að reka hana. Omarosa segist telja að Trump hafi skipað Kelly að gera það. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti úthúðaði fyrrverandi aðstoðarkonu sinni á Twitter í dag. Kallaði forsetinn hana „klikkað, vælandi skítseyði“ og „hund“. Hún sakar Trump um að vera rasisti í nýrri bók. Omarosa Manigault Newman var rekin úr Hvíta húsinu í fyrra. Hún starfaði þar sem sérfræðingur á samskiptasviði en hún þekkti Trump frá því að hún var þátttakandi í raunveruleikaþættinum „Lærlingnum“ á sínum tíma. Í viðtölum fyrir væntanlega bók um tímann í Hvíta húsinu hefur Omarosa lýst Trump sem „vanstilltum“ og „í andlegri hnignun“. Þá segist hún hafa heyrt upptöku af Trump fara niðrandi orðum um blökkumenn við tökur á „Lærlingnum“. Forsetinn sé í raun rasisti. Trump hefur brugðist ókvæða við ummælum Omarosa um sig og kallað hana öllum illum nöfnum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. „Þegar maður gefur klikkuðu, vælandi skítseyði tækifæri og gefur henni vinnu í Hvíta húsinu, býst ég við að það hafi bara ekki gengið upp. Vel gert hjá Kelly herforingja að reka þennan hund snarlega!“ tísti Trump og vísaði til Johns Kelly, stafsmannastjóra Hvíta hússins. Þá fullyrti forsetinn að framleiðandi „Lærlingsins“ hefði hringt í sig til þess að segja sér að engar upptökur væru til af honum að nota orðið „negri“, þvert á það sem Omarosa hefði sagt. Kallaði hann hana „klikkaða“ og „ruglaða“.When you give a crazed, crying lowlife a break, and give her a job at the White House, I guess it just didn't work out. Good work by General Kelly for quickly firing that dog!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2018 Segist hafa viljað halda henni vegna þess að hún talaði vel um hann Á Twitter hefur Trump dregið upp þá mynd að hann hafi gefið Omarosu vinnu í Hvíta húsinu þrátt fyrir galla hennar vegna þess að hún hafi talað vel um hann. „Ég sagði honum [Kelly] að reyna að leysa úr þessu ef það væri mögulegt vegna þess að hún sagði FRÁBÆRA hluti um mig ― þangað til hún var rekin!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Hann fullyrti jafnframt að Omarosa hefði skrifað undir samning um þagmælsku þegar hún hóf störf í Hvíta húsinu. Sérfræðingar í siðfræði í opinberri stjórnsýslu hafa dregið í efa að löglegt sé að láta opinbera embættismenn skrifa undir slíka samninga....really bad things. Nasty to people & would constantly miss meetings & work. When Gen. Kelly came on board he told me she was a loser & nothing but problems. I told him to try working it out, if possible, because she only said GREAT things about me - until she got fired!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07 „Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15 Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Omarosa í vandræðum vegna upptöku Segist hafa tekið upp fjölda samtala í Hvíta húsinu til að "verja sig“. 13. ágúst 2018 12:07
„Skítseiði, hún er skítseiði“ Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku. 11. ágúst 2018 23:15
Segir Hvíta húsið beita blekkingum um andlegt ástand Trump Fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins segir að háttsettir menn þar leyni því hversu mikið Bandaríkjaforseta hafi hnignað andlega. 12. ágúst 2018 14:48
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30