Óþarfi að troða öllum heimsóknum milli jóla og nýárs Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. desember 2018 22:30 Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin. Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Sjá meira
Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin.
Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Sjá meira
Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent