Enski boltinn

Birkir kom inná í grátlegu tapi Villa

Dagur Lárusson skrifar
Birkir kom inná.
Birkir kom inná. vísir/getty
Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður í grátlegu tapi Aston Villa gegn Leeds í Championship deildinni í dag.

 

Það voru heimamenn í Aston Villa sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft fyrstu mínúturnar. Ein af mörgum sóknum fyrstu mínúturnar skilaði marki frá Tammy Abraham en aðdragandinn að markinu var magnaður.

 

Það tók Villa síðan ekki langan tíma að auka forskot sitt en það gerði Conor Hourihane á 17. mínútu með flottu marki utan teig og var staðan 2-0 í hálfleiknum.

 

Marco Bielsa hefur látið sína menn heyra það í hálfleiknum því liðsmenn Leeds komu tvíelfdir til leiks í seinni hálfleikinn.

 

Hinn ungi Jack Clarge minnkaði muninn fyrir Leeds á 56. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir liðið áður en Pontus Jansson jafnaði á 61. mínútu með laglegum skalla.

 

Bæði lið reyndu hvað þau gátu til þess að skora sigurmarkið en allt stefndi í að leikurinn endaði með jafntefli en þá steig Kemar Roofe fram og skoraði sigurmarkið og lokatölur því 2-3.

 

Eftir leikinn eru Birkir og félagar í ellefta sæti með 33 stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×