Enski boltinn

Pep: Mikið eftir af tímabilinu

Dagur Lárusson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty
Pep Guardiola var að vonum ósáttur eftir tap sinni manna gegn Crystal Palace í gær en ítrekaði það þó í viðtali eftir leik að það eru mikið af leikjum eftir.

 

Þetta var fyrsta tap Manchester City á heimavelli síðan liðið tapaði fyrir United í apríl síðastliðnum og því ekki á hverjum degi sem liðið tapar á heimavelli. Pep segir að þrátt fyrir þetta tap sé auðvitað mikið eftir af tímabilinu.

 

„Auðvitað er betra að vinna en það er mikið eftir að tímabilinu, mikið af leikjum eftir. Við verðum að ná okkur andlega og líkamlega núna til þess að fara til Leicester og ná í sigur.“

 

Aðspurður út í mikilvægi leiksins við Liverpool þann þriðja janúar sagði Pep að sá leikur væri ekki mikilvægastur.

 

„Mikilvægasti leikurinn er alltaf næsti leikur. Það er alltaf vandamál þegar þú hugsar um framtíðina en ekki um næsta leik. Við eigum Leicester og Southampton fyrst og þess vegna er ég aðeins að hugsa um Leicester eins og er.“

 

Pep hrósaði einnig góðri vörn Crystal Palace.

 

„Við spiluðum ágætlega í leiknum og í fyrstu tvö skiptin sem Palace komust yfir miðju þá skoruðu þeir. Við höfðum mikinn tíma til þess að snúa leiknum við en þá fengu þeir vítaspyrnu sem við hefðum þurft að forðast. Eftir það varð leikurinn svo erfiður því þeir vörðust svo ótrúega vel og skyndisóknir þeirra voru magnaðar. Til hamingju Crystal Palace.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×