Ókláraðar þotur hrannast upp hjá Boeing Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2018 11:28 Gríðarleg eftirspurn er eftir Boeing 737 MAX flugvélunum. Vísir/Getty Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skortir nú pláss í grennd við verksmiðju fyrirtækisins í Washington-ríki Bandaríkjanna. Ástæðan er sú að ókláraðar 737 MAX þotur framleiðandans hrannast nú upp vegna þess að framleiðandi þotuhreyflanna annar ekki eftirspurn Boeing.Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal sem byggir hana á gögnum og viðtölum við embættismenn og yfirvöld í nærliggjandi sveitarfélögum sem hafa fengið beiðni um hvort hægt sé að fá pláss fyrir hinar ókláruðu þotur á hinum ýmsu flugvöllum í grennd við verksmiðju Boeing. Gríðarleg eftirspurn er eftir hinum nýju 737 MAX flugvélum Boeing og hefur Icelandair meðal annars tekið slíkar þotur í notkun. Um 4.500 slíkar þotur eru í pöntun en fyrirtækið framleiðir um 50 slíkar þotur á mánuði, í júlí gat Boeing hins vegar aðeins afhent 29.Vélarnar eru framleiddar í grennd við Seattle.Vísir/GettySetja tímabundna hreyfla á flugvélarnar svo hægt sé að fljúga þeim burt Sem fyrr segir liggur vandamálið hjá CFM, sem framleiðir þotuhreyfla í flugvélarnar, en einnig hjá Spirit Aerosystem sem framleiðir flugvélaskrokka- og íhluti fyrir Boeing. „Þetta hefur alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðsluferlið þar sem við sjáum nú að flugvélarnar eru tilbúnar að öllu leyti nema að það vantar hreyflanna,“ skrifaði starfsmaður flugvallar í grennd við Boeing í tölvupósti til Flugmálastjórnar Bandaríkjanna vegna vandamálsins. Þar sem Boeing getur ekki afhent vélarnar til viðskiptavina og lítið sem ekkert pláss sé eftir við verksmiðjuna hefur fyrirtækið þurft að leita til flugvalla í nágrenninu á meðan beðið er eftir nýju hreyflunum. Eru vélarnar útbúnar hreyflum svo fljúga megi þeim á flugvellina þar sem þær eru geymdar. Hreyflarnir eru svo teknir af og notaðir á aðrar vélar sem þarf að geyma. Boeing reiknar þó með að vandamálið sé ekki viðvarandi og að það hafi ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Þá hafi fyrirtækin sem framleiði íhlutina sem vantar tilkynnt um að framleiðsluferli þeirra muni nú geta annað eftirspurn Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Sjá meira
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00