Svipting atvinnuréttinda Þórður Ingi Bjarnason skrifar 5. september 2018 10:11 Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í lok febrúar 2015 samþykkti Alþingi ýmsar breytingar á umferðarlögum sem meðal annars kveða á um skyldur atvinnubílstjóra til endurmenntunar. Breytingin snýr að ákvæðum sem fela í sér innleiðingu eða leiðréttingu á innleiðingu EES-reglugerðar sem Ísland hefur skuldbundið sig til að veita gildi innan ákveðins frests. Gefinn er frestur til næstkomandi mánudags, 10. september fyrir atvinnubílstjóra til að ljúka endurmenntun sem þarf að fara fram á fimm ára fresti. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti sem veitir bílstjóra atvinnuleyfi í EES ríkjunum. Námskeiðið samanstendur af fimm námskeiðum sem hvert um sig stendur yfir í sjö klukkustundir og kostar hvert námskeið um kr. 20.000 og heildarkostnaður er því um kr. 100.000. Sjálfur hef ég ekið hópferðabílum frá árinu 1994 eða í 24 ár og tel ég mig hafa öðlast mikla reynslu á þessu sviði um þjóðvegi landsins. Á næstu dögum missi ég mín atvinnuréttindi með einni löggjöf og velti ég því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að bílstjóri þurfi að greiða á fimm ára fresti um 100.000 krónur til að halda atvinnu sinni. Bílstjórar sem sækja ekki endurmenntun mega aka áfram öllum þeim bifreiðum sem meiraprófið nær til en mega ekki hafa það að atvinnu. Ég get því tekið 60 manna rútu á leigu og ekið með fjölskyldu og vini en ef ég ætlaði að aka sama bíl í atvinnuskyni þá er ég réttindalaus. Ég veit ekki til þess að aðrar starfsstéttir þurfi að endurnýja þau próf sem starfsmenn hafa tekið til að halda sínu starfi og tel ég því að um mikla mismunum sé að ræða á milli ólíkra starfsstétta. Þar sem um er að ræða innleiðingu á samræmdri EES reglugerð hefði mér þótt að lágmarki eðlilegt að þeir sem hafa nú þegar aukin ökuréttindi myndu halda þeim hér innanlands en sækja endurmenntun ef til stæði að keyra í atvinnuskyni annars staðar í Evrópu. Þarna hefðu íslensk stjórnvöld átt að standa í lappirnar og verja þessa stétt sem nú þegar er erfitt að manna með sífellt aukinni eftirspurn atvinnubílstjóra, meðal annars vegna sífelldrar fjölgunar ferðamanna. Síðustu ár hefur verið skortur á bílstjórum og tel ég að þessi breyting muni auka þann vanda. Margir hafa unnið aukalega á hópferðabílum í nokkrar vikur á ári þegar álagið er sem mest og er ólíklegt að þeir munu fara á endurmenntunarnámskeið til að endurnýja sín réttindi þar sem laun í þessum geira hafa nú ekki verið mikil hingað til, hvað þá ef bæta þarf þessum kostnaði við. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við tökum við öllum EES reglugerðum og samþykkjum þær án þess að velta fyrir okkur hvaða afleiðingar það hefur fyrir okkur Íslendinga. Okkar sérstaða er mikil og því þarf að taka tillit til þess áður en ákvarðanir sem þessar eru teknar. Þórður Ingi Bjarnason Ferðamálafræðingur
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun