Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Tólf árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Baldvin skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi.

Dagbækurnar skiptu sköpum
„Við fengum aðgang að dagbókum sem ég og Birgir lásum. Þessi lestur breytti lífinu okkar sem um munar og ég held að það skipti engu máli hversu dýrar linsur, hversu gott crew og hversu góðir leikarar við fáum til að búa þetta verkefni til þá veit ég ekki hvort við náum að fanga það sem stóð í þessum dagbókum en við sannarlega gerðum okkar besta.“Baldvin sagði að ein blaðsíða í dagbókinni hafi snert þá félaga sérstaklega og varpaði hann mynd upp á skjáinn þar sem textabrot úr dagbók Kristínar Gerði sást. Birgir Örn las þann texta upp og má sjá myndina hér að neðan.

Framleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson en meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle. Lof mér að falla verður frumsýnd hér á landi 7. september næstkomandi.
Sjá einnig: Gói sýnir á sér myrka hlið í Lof mér að falla: „Eitt mesta ógeð sem ég hef komist í kynni við“
Kvikmyndin snerti augljóslega við kvikmyndagestum í gærkvöldi og var mikið grátið. Þegar sýningunni var lokið gengu fjölda gesta hreinlega grátandi út úr salnum enda sýnir kvikmyndin hinn raunverulega fíkniefnaheim hér á landi.
Hér að neðan má sjá myndir frá forsýningunni í gærkvöldi. Eftir sýninguna var kvikmyndagestum boðið í partý á Bryggjunni Brugghús og má sjá myndir úr því teiti hér að neðan einnig en ljósmyndarinn Mummi Lú tók allar myndirnar.





