Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni.
Í tilkynningu frá Birnu Önnu Björnsdóttur, einum framleiðenda myndarinnar, kemur fram að Ísold hafi unnið í flokki alþjóðlegrar kvikmyndagerðar. Hátíðin er haldin í Park-borg í Utah. „Andið eðlilega“ var ein af tólf myndum sem kepptu í annarri af aðalkeppnum hátíðarinnar.
Ísold leikstýrði og skrifaði handritið að myndinni. Kristín Þóra Halldórsdóttir og Babetida Sadjo fara með aðalhlutverkin. Myndin fjallar um sögur tveggja kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem sinnir vegabréfaeftirliti á Keflavíkurflugvelli.
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni

Tengdar fréttir

Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance
Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum.