Skrifin sem stjórn Rithöfundasambandsins kveinkaði sér undan Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar 28. janúar 2018 08:00 ÞETTA ERU FÆRSLURNAR SEM ÉG SETTI INNÁ LOKAÐA FACEBOOKSÍÐU RITHÖFUNDASAMBANDS ÍSLANDS, OG STJÓRNIN ÞOLDI EKKI – LÉT ÚTILOKA MIG FRÁ SÍÐUNNI FYRIR LÍFSTÍÐ. SVONA VINNUBRÖGÐ STJÓRNARINNAR, EINS OG Í MÍNU TILVIKI – MINNA Á GAMLA SOVÉT! Að gefnu tilefni … vil ég beina fáeinum spurningum til félaga minna í Rithöfundasambandinu um þessa lokuðu facebook síðu, sem þeir hafa flestir aðgang að: Hvers vegna er síðan svona ferlega leiðinleg, svona litlaus og dauð? Hvers vegna nota höfundar Íslands ekki þessa síðu til að skiptast á skoðunum um það sem brennur á í íslensku bókmenntalífi? Ég vil minna á að orð eru til alls fyrst. Það er ekki svo að allt sé með svo miklum ágætum í bókmenntaheimi Íslands að ekkert sé til að ræða. Nei, við höfundar, sem eigum að hafa stöðu útvarða í íslensku menningarlífi og vera um leið virkir þjóðfélagsgagnrýnendur, skortir ekki verkefnin, svo mörgu er ábótavant í þjóðlífi voru og menningu. Hvar eru allir þessir beittu pennar Ísland? Hvar er samtakamátturinn í íslenskum skáldaheimi? Hvar er baráttuandinn? Ég vil beina orðum mínum til stjórnar RSÍ og formanns; að í samráði við Bandalag íslenskra listamann verði þegar hafin vinna við að móta tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytis, um að starfslaun listamanna verði tekin til endurskoðunar, frá grunni. Það launakerfi sem nú er við lýði svarar engan veginn kröfum tímans. Hvað að RSÍ snýr, þá hefur launakerfið mjög slælega fylgt örum vexti hóps rithöfunda, þannig að áberandi er það mikla gap á milli yngri og eldri rithöfunda, á kostnað hinna yngri, en raðir þeirra þynnast með ári hverju sem fá úthlutað úr sjóðnum. Þá er þörf á að leggja til grundvallar hver sér hinn eiginlegi tilgangur hins opinbera með launasjóðnum, hvort sjóðurinn eigi að vera það sem hann er í dag; „verðlaun“ til miðaldra höfunda í góðum álnum, eða hvort sjóðnum skal ætlað það hlutverk að byggja undir þá höfunda sem eru að hleypa heimdragann á rithöfundarferlinum, og vera um leið útvörður íslenskrar tungu og bókmenntamenningar. Það sem er brýnast, er að mótuð verði pólitísk stefna um hvað hlutverki skáldskapurinn eigi að gegna, í dag, jafnt sem til framtíðar, fyrir land og þjóð. Slík stefna hefur aldrei verið formuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ríkisstjórn hvers tíma hlýtur að vera ábyrg fyrir menningarlegri velferð þjóðarinnar, eins og til dæmis bókmenntanna – og þá um leið íslenskri tungu. Ef mótuð yrði skýr stefna hvað bókmenntunum sé ætlað, á sem heilbrigðastan hátt, að vera þjóðinni, yrði það engum vafa undirorpið hvernig standa ætti að launasjóði rithöfunda. Launasjóður rithöfunda á búa yfir styrku sjálfstæði gagnvart umsækjendum, ekki að standa í persónulegri þjónkun við einstaka höfunda – launasjóðurinn á fyrst og síðast að vera lífæð tungu og menningar. Ég hef sótt um ritlaun síðan 2003 en síendurtekið fengið synjun. Og þá veltir maður fyrir hvað leggur þessi skipaða nefnd til grundvallar við úthlutun? Ég skrifa fagurbókmenntir og tilheyri þeim flokki höfunda sem er óðum að tína tölunni á Íslandi, svo maður skyldi ætla úthlutunarnefndin hefði skyldur um að reyna að halda lífi í höfundum á borð við mig. Nú þýðir ekkert að malda í móinn og segja að ég sé ekki nóg gott skáld til að eiga rétt á ritlaunum – ég er mjög gott ljóðskáld. Það er svo komið að ég er farinn að upplifa þessa stöðugu synjun sem ofbeldi, að markvisst sé verið að níðast á mér. Getur einhver sett sig í mín spor? Skáld sem hefur gefið þjóðinni ófáar ljóðaperlur, án þess að fá minnstu þakkir.Bjarni Bernharður Bjarnason, rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23 Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. 25. janúar 2018 06:03 Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
ÞETTA ERU FÆRSLURNAR SEM ÉG SETTI INNÁ LOKAÐA FACEBOOKSÍÐU RITHÖFUNDASAMBANDS ÍSLANDS, OG STJÓRNIN ÞOLDI EKKI – LÉT ÚTILOKA MIG FRÁ SÍÐUNNI FYRIR LÍFSTÍÐ. SVONA VINNUBRÖGÐ STJÓRNARINNAR, EINS OG Í MÍNU TILVIKI – MINNA Á GAMLA SOVÉT! Að gefnu tilefni … vil ég beina fáeinum spurningum til félaga minna í Rithöfundasambandinu um þessa lokuðu facebook síðu, sem þeir hafa flestir aðgang að: Hvers vegna er síðan svona ferlega leiðinleg, svona litlaus og dauð? Hvers vegna nota höfundar Íslands ekki þessa síðu til að skiptast á skoðunum um það sem brennur á í íslensku bókmenntalífi? Ég vil minna á að orð eru til alls fyrst. Það er ekki svo að allt sé með svo miklum ágætum í bókmenntaheimi Íslands að ekkert sé til að ræða. Nei, við höfundar, sem eigum að hafa stöðu útvarða í íslensku menningarlífi og vera um leið virkir þjóðfélagsgagnrýnendur, skortir ekki verkefnin, svo mörgu er ábótavant í þjóðlífi voru og menningu. Hvar eru allir þessir beittu pennar Ísland? Hvar er samtakamátturinn í íslenskum skáldaheimi? Hvar er baráttuandinn? Ég vil beina orðum mínum til stjórnar RSÍ og formanns; að í samráði við Bandalag íslenskra listamann verði þegar hafin vinna við að móta tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytis, um að starfslaun listamanna verði tekin til endurskoðunar, frá grunni. Það launakerfi sem nú er við lýði svarar engan veginn kröfum tímans. Hvað að RSÍ snýr, þá hefur launakerfið mjög slælega fylgt örum vexti hóps rithöfunda, þannig að áberandi er það mikla gap á milli yngri og eldri rithöfunda, á kostnað hinna yngri, en raðir þeirra þynnast með ári hverju sem fá úthlutað úr sjóðnum. Þá er þörf á að leggja til grundvallar hver sér hinn eiginlegi tilgangur hins opinbera með launasjóðnum, hvort sjóðurinn eigi að vera það sem hann er í dag; „verðlaun“ til miðaldra höfunda í góðum álnum, eða hvort sjóðnum skal ætlað það hlutverk að byggja undir þá höfunda sem eru að hleypa heimdragann á rithöfundarferlinum, og vera um leið útvörður íslenskrar tungu og bókmenntamenningar. Það sem er brýnast, er að mótuð verði pólitísk stefna um hvað hlutverki skáldskapurinn eigi að gegna, í dag, jafnt sem til framtíðar, fyrir land og þjóð. Slík stefna hefur aldrei verið formuð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Ríkisstjórn hvers tíma hlýtur að vera ábyrg fyrir menningarlegri velferð þjóðarinnar, eins og til dæmis bókmenntanna – og þá um leið íslenskri tungu. Ef mótuð yrði skýr stefna hvað bókmenntunum sé ætlað, á sem heilbrigðastan hátt, að vera þjóðinni, yrði það engum vafa undirorpið hvernig standa ætti að launasjóði rithöfunda. Launasjóður rithöfunda á búa yfir styrku sjálfstæði gagnvart umsækjendum, ekki að standa í persónulegri þjónkun við einstaka höfunda – launasjóðurinn á fyrst og síðast að vera lífæð tungu og menningar. Ég hef sótt um ritlaun síðan 2003 en síendurtekið fengið synjun. Og þá veltir maður fyrir hvað leggur þessi skipaða nefnd til grundvallar við úthlutun? Ég skrifa fagurbókmenntir og tilheyri þeim flokki höfunda sem er óðum að tína tölunni á Íslandi, svo maður skyldi ætla úthlutunarnefndin hefði skyldur um að reyna að halda lífi í höfundum á borð við mig. Nú þýðir ekkert að malda í móinn og segja að ég sé ekki nóg gott skáld til að eiga rétt á ritlaunum – ég er mjög gott ljóðskáld. Það er svo komið að ég er farinn að upplifa þessa stöðugu synjun sem ofbeldi, að markvisst sé verið að níðast á mér. Getur einhver sett sig í mín spor? Skáld sem hefur gefið þjóðinni ófáar ljóðaperlur, án þess að fá minnstu þakkir.Bjarni Bernharður Bjarnason, rithöfundur.
Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23
Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. 25. janúar 2018 06:03
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar